NBA dagsins: Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn skoraði samtals 104 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 15:01 Kevin Durant og Kyrie Irving fóru hamförum gegn Boston Celtics. ap/Elise Amendola Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn Nets sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann Boston Celtics, 126-141, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Brooklyn er 3-1 yfir í einvígi liðanna og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar. Í fyrsta og væntanlega síðasta sinn á tímabilinu gátu stuðningsmenn Boston fyllt TD Garden. Þeir sáu Brooklyn fara afar illa með þeirra menn og vinna öruggan sigur. Einn stuðningsmaður Boston varð sér til skammar þegar hann kastaði vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leikinn. Hann var handtekinn og á von á lífstíðarbanni frá TD Garden. Miðið var betur stillt hjá Irving en stuðningsmanninum og hann skoraði 39 stig fyrir Brooklyn gegn sínum gömlu félögum. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Brooklyn því Kevin Durant skoraði 42 stig úr aðeins tuttugu skotum. James Harden átti einnig góðan leik; skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppninni. Irving, Durant og Harden skoruðu samtals 104 stig og jöfnuðu þar með met yfir flest stig skoruð af þremur leikmönnum í sama liði í úrslitakeppninni. Það gerðist fyrst 1973 þegar JoJo White, John Havlicek og Dave Cowens skoruðu 104 stig fyrir Boston og síðan 1986 þegar Dominique Wilkins, Spud Webb og Randy Whitman gerðu slíkt hið sama fyrir Atlanta Hawks. Joe Harris og Bruce Brown skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Brooklyn sem var með 59,3 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Jayson Tatum skoraði fjörutíu stig fyrir Boston og hefur skorað samtals níutíu stig í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu. Marcus Smart og Evan Fournier skoruðu sextán stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston og Brooklyn sem og öðrum leikjum gærkvöldsins og næturinnar í úrslitakeppni NBA. Klippa: NBA dagsins 31. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01 Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. 31. maí 2021 08:01
Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. 31. maí 2021 07:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti