Hawks tók forystuna, Tatum hélt Celtics á floti og stjörnuleikur Luka dugði ekki | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 09:45 „U can´t touch this,“ eða „Þið getið ekki snert þetta,“ á ástkæra ylhýra söng MC Hammer á sínum tíma. Það átti svo sannarlega við Nets og Tatum í nótt en hann var ósnertanlegur allan leikinn og skoraði 50 stig. Adam Glanzman/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Atlanta Hawks tók 2-1 forystu í einvígi sínu gegn New York Knicks, lokatölur 105-94. Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Á sama tíma tókst Boston Celtics að vinna Brooklyn Nets, 125-119, og Los Angeles Clippers vann Dallas Mavericks, 118-108, en bæði lið voru 2-0 undir fyrir leiki næturinnar. Eftir tvo hörkuleiki í New York færðist sería Knicks og Hawks til Atlanta. Staðan í seríunni 1-1 og stefnir í hörkurimmu. Atlanta tók forystuna í nótt þökk sé frábærum öðrum leikhluta þar sem þeir héldu Knicks í aðeins 13 stigum. Aðrir leikhlutar voru einkar jafnir og ef ekki hefði verið fyrir frábæran annan leikhluta Atlanta hefði þessi leikur vel getað þróast öðruvísi. Derrick Rose – sem var að byrja sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni síðan 2015 – var frábær í liði Knicks með 30 stig ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Julius Randle bauð upp á tvöfalda tvennu en hann gerði 14 stig ásamt því að taka 11 fráköst. 21 PTS, 14 AST for @TheTraeYoung.2-1 series lead for @ATLHawks.Game 4: Sunday at 1pm/et on ABC pic.twitter.com/fNKvhCtGdc— NBA (@NBA) May 29, 2021 Hjá Atlanta var Trae Young með 21 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar á samherja sína. Clint Capela var einnig með tvöfalda tvennu, hann skoraði 13 stig og reif niður 12 fráköst. Boston Celtics tókst að landa sex stiga sigri gegn Brooklyn Nets í nótt. Eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Brooklyn náðu Celtics að snúa bökum saman og sjá til þess að Nets væri ekki 3-0 yfir eftir leikinn í nótt. JAYSON TATUM.50 POINTS AND THE DAGGER. pic.twitter.com/MqlhYyAuQr— ESPN (@espn) May 29, 2021 Boston hefði hins vegar aldrei átt roð í Brooklyn ef ekki hefði verið ótrúlegan leik Jayson Tatum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 50 stig í 125-119 sigri Boston-manna. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Marcus Smart skoraði 23 stig og gaf sex stoðsendingar í liði Boston á meðan Tristan Thompson skoraði 19 og tók 13 fráköst. Hjá Nets var James Harden með 41 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar á meðan Kevin Durant skoraði 39 stig. Dallas var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en eftir það sigur Clippers fram úr. Liðið náði hægt og bítandi að byggja upp smá forystu sem það lét ekki af hendi og vann á endanum tíu stiga sigur, 118-108. Stjörnutvíeyki Clippers steig upp í leiknum en Kawhi Leonard skoraði 36 stig ásamt því að taka 8 fráköst og Paul George skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Hjá Dallas var það að sjálfsögðu Luka Dončić sem var stigahæstur og var hann grátlega nærri þrefaldri tvennu. Luka skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Það dugði ekki að þessu sinni. Kawhi and Luka duel as the @LAClippers (1-2) take Game 3 on the road! #NBAPlayoffs Leonard: 36 PTS, 13-17 FGMDoncic: 44 PTS, 9 REB, 9 ASTGame 4: Sunday at 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/dPOgRZmEUk— NBA (@NBA) May 29, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira