Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór þakkar uppeldisfélaga sínum Helga Magnússyni fyrir leikinn. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. „Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik