Langri bið eða ævintýri þýsks höfundar lýkur á Drekavöllum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2021 09:00 Leikmenn Manchester City eða Chelsea munu hafa ástæðu til að fagna í kvöld. Getty Chelsea getur fullkomnað hreint út sagt ævintýralega fjóra mánuði, eftir handriti Þjóðverjans Thomas Tüchel, og Manchester City getur uppfyllt langþráðan draum, þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira