Nike hætti samstarfi við Neymar vegna ásakana um kynferðisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:30 Neymar er leikmaður Paris Saint-Germain og hefur verið lengi í hópi bestu knattspyrnumanna heims. EPA-EFE/PETER POWELL Það kom mörgum nokkuð á óvart á síðasta ári þegar brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar og bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike hættu skyndilega samstarfi sínu. Nú er ástæðan komin fram í dagsljósið. The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira