Knicks banna áhorfandann sem hrækti á Trae Young Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2021 23:30 Trae Young í leiknum síðustu nótt. Elsa/Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefur farið af stað með látum. Áhorfendur eru mættir aftur á hliðarlínuna og hafa þeir heldur betur látið taka til sín. Sumir á jákvæðan hátt en aðrir á neikvæðan hátt. Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31
NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00
Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00