Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2021 18:00 Julius Randle hefur átt hvað stærstan þátt í uppgangi New York Knicks eftir mörg mögur ár. getty/Sarah Stier Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira