Devin Booker á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 16:01 Devin Booker er að gera flotta hluti með Phoenix Suns og er líklegur sem ein af stórstjörnum NBA-deildarnnar næstu árin. AP/Ross D. Franklin Hingað til hefur það verið nánast dauðadómur fyrir körfuboltaferil NBA leikmanns að verða kærasti einhverjar úr Kardashian fjölskyldunni. Eða þangað til að Devin Booker tók sig til og sendi bölvunina til föðurhúsanna. Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira