Fjölmennt á frumsýningu Little Kingdom í gær Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. maí 2021 17:01 Leikkonan Ragga Ragnarsdóttir mætti á frumsýninguna en vinkona hennar, sænska ungstyrnið Alicia Agneson, fer með aðalhlutverk í myndinni. Í gær var myndin íslensk/slavneska myndin Little Kingdom frumsýnd á Stockfish Kvikmyndahátíðinni við frábærar undirtektir áhorfenda. Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira