Luis Suarez eyddi öllu Liverpool tali og Simeone þakkaði Barcelona fyrir gjöfina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Luis Suarez fagnar sigri Atletico Madrid með liðsfélögum sínum en Suarez var að vinna þennan bikar í fimmta sinn á sjö tímabilum. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Ruslið hjá sumum er fjársjóður fyrir aðra. Þetta á kannski hvergi betur við en á þessu tímabili í spænska fótboltanum. Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira