Luis Suarez eyddi öllu Liverpool tali og Simeone þakkaði Barcelona fyrir gjöfina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Luis Suarez fagnar sigri Atletico Madrid með liðsfélögum sínum en Suarez var að vinna þennan bikar í fimmta sinn á sjö tímabilum. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Ruslið hjá sumum er fjársjóður fyrir aðra. Þetta á kannski hvergi betur við en á þessu tímabili í spænska fótboltanum. Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira