Darri: Aðdáendurnir eiga skilið að við vinnum eins og einn leik í Vesturbænum Árni Jóhannsson skrifar 23. maí 2021 22:21 Darri gerir kröfu á sína menn að vinna í Vesturbænum á miðvikudag. vísir/bára Þjálfari KR var ánægður með leik sina manna í kvöld þegar KR vann Val 103-115 í Origo höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með er KR komið með 2-1 forystu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56