Suárez er hér mættur til að dissa pabba þinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2021 13:05 Luis Suárez fagnar markinu sem tryggði Atlético Madrid Spánarmeistaratitilinn. getty/Angel Martinez Voru einhverjar líkur á öðru en Luis Suárez myndi láta forráðamenn Barcelona sjá eftir því að hafa látið sig fara eftir að hafa ekki talið sig lengur hafa not fyrir hann? Ekki möguleiki. Það eru líka engar líkur á öðru en að Suárez hafi tekið höfnuninni frá Börsungum persónulega og gert allt sem hann gæti til að ná sér niðri á þeim. Tæpu ári eftir að hafa yfirgefið Barcelona og gengið í raðir Atlético Madrid stendur Suárez uppi sem sigurvegari. Hann skoraði 21 deildarmark á fyrsta tímabili sínu með Atlético og átti hvað stærstan þátt í því að liðið varð Spánarmeistari í fyrsta sinn í sjö ár. Á meðan endaði Barcelona í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki endað neðar í þrettán ár. Og svo gæti farið að Ronald Koeman, maðurinn sem úthýsti Suárez, verði atvinnulaus innan tíðar. Sá hlær best sem síðast hlær og allt það. Það er eins og Lionel Messi, stórvin Suárez, hafi grunað að ákvörðun Börsunga myndi bíta þá í rassinn þegar hann gagnrýndi hvernig staðið var að brottför Úrúgvæans frá félaginu. „Það brjálaða er að þeir létu Suárez fara frítt til félags sem er að berjast um sömu titla og við,“ sagði Messi og talaði um Suárez sem einn besta leikmann í sögu Barcelona. Það eru engin gífuryrði enda vann Úrúgvæinn allt sem hægt var að vinna hjá Barcelona og er þriðji markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Lionel Messi var ósáttur við hvernig Barcelona kom fram við einn hans besta vin, Luis Suárez.getty/David Ramos Eftir að félagaskipti til Juventus urðu ekki að veruleika eftir að Suárez svindlaði á ítölskuprófi gekk hann í raðir Atlético. Og hann var nákvæmlega það sem liðið vantaði. Undanfarin tímabil hefur Atlético spilað sinn frábæra varnarleik eins og alltaf en gengið bölvanlega að skora og félagið hefur verið eins og grafreitur fyrir sóknarmenn. Atlético vantaði með öðrum orðum leikbreyti, leikmann sem breytir jafntefli í sigra. Þá vantaði Suárez. Úrúgvæinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir Atlético og endaði tímabilið með 21 mark í spænsku úrvalsdeildinni. Atlético skoraði sextán mörkum meira en tímabilið á undan, vann átta fleiri leiki og fékk sextán fleiri stig. Mörkin hans Suárez reyndust Atlético ómetanleg. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en sjö sigurmörk, þar á meðal í síðustu tveimur umferðunum. . . @LuisSuarez9 has won more points with his goals than any other player in #LaLigaSantander 2020/21! @atletienglish pic.twitter.com/Bb4BxOFM1c— LaLiga English (@LaLigaEN) May 23, 2021 Eftir að hafa verið á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið gerði Atlético hlutina eins erfiða fyrir sig og hægt var á lokasprettinum og rétt svo skreið yfir endalínuna. Í næstsíðustu umferðinni lenti Atlético undir gegn Osasuna en kom til baka og Suárez tryggði liðinu sigur með marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Suárez fagnar sigurmarki sínu gegn Osasuna um síðustu helgi.Getty/David S. Bustamante Í lokaumferðinni í gær lenti Atlético aftur undir gegn Real Valladolid sem var að berjast fyrir lífi sínu. Á sama tíma var Real Madrid, sem átti einnig möguleika á að verða meistari, undir gegn Villarreal. Ángel Correra jafnaði fyrir Atlético á 57. mínútu og tíu mínútum síðar slapp Suárez óvænt í gegn og skoraði markið sem tryggði Atlético ellefta Spánarmeistaratitil félagsins. Tilfinningarnar báru Suárez ofurliði í leikslok og hann gat ekki stillt sig um að stinga, snúa og salta í sár Börsunga Samherja-style. „Það sem truflaði mig mest var þegar Barcelona tjáði mér að ég væri gamall og gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. Ég var ekki hrifinn af því. Barcelona vanmat mig og Atlético opnaði dyrnar fyrir mig og gaf mér tækifæri. Ég verð ávallt þakklátur félaginu fyrir að treysta á mig,“ sagði Suárez eftir leikinn í gær. Tears of joy for @LuisSuarez9! His 21 goals helped earn the #LaLigaSantander title for @atletienglish... pic.twitter.com/X2WVDvlQqz— LaLiga English (@LaLigaEN) May 22, 2021 „Því Barcelona gaf okkur Luis Suárez,“ svaraði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, er hann var spurður af hverju liðið hefði orðið meistari. Hann þakkaði Börsungum svo pent fyrir og sagðist elska þá. Hjá Atlético er Suárez kannski kominn í sitt rétta umhverfi, í lið sem þarf að berjast við risanna Barcelona og Real Madrid, ekki ósvipað í úrúgvæska landsliðinu sem storkar fótboltalögmálunum með því að berjast við risaþjóðirnar Brasilíu og Argentínu. Smáþjóðin Úrúgvæ hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari, tvisvar sinnum Ólympíumeistari og fimmtán sinnum Suður-Ameríkumeistari. Úrúgvæar tala um „la garra charrúa“, baráttuanda sem þeir þurfa að vera innblásnir af til berjast og þrauka í baráttunni við stærri og sterkari lið, svipað eins og Charrúa þjóðflokkurinn í Úrúgvæ þurfti til að gera til að verjast erlendum innrásarliðum. Suárez fagnar eftir að Úrúgvæ varð Suður-Ameríkumeistari 2011. Hann skoraði þrennu í úrslitaleiknum gegn Paragvæ.getty/Buda Mendes Suárez er með sigurvilja á sturlunarstigi, skapið hleypur reglulega með hann í gönur og hann hugsar sjaldnast rökrétt. Hann hefur fengið langt bann fyrir kynþáttaníð, bitið andstæðing inni á vellinum ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum heldur þrisvar sinnum, beðið um hendi á markvörð fyrir að taka boltann með höndum innan vítateigs, mótmælt kröftuglega eftir að dómari féll um koll og bjargað sínu liði með því að verja á marklínu með höndinni. Og svindlað á ítölskuprófi. Suárez er hvort tveggja í senn, dýrlingur og djöfull, snillingur og svindlari. Það er auðvelt að elska hann og halda með honum og það er jafn auðvelt að hata hann og fyrirlíta. En hann verður aldrei sakaður um annað en að vera eftirminnilegur. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Tæpu ári eftir að hafa yfirgefið Barcelona og gengið í raðir Atlético Madrid stendur Suárez uppi sem sigurvegari. Hann skoraði 21 deildarmark á fyrsta tímabili sínu með Atlético og átti hvað stærstan þátt í því að liðið varð Spánarmeistari í fyrsta sinn í sjö ár. Á meðan endaði Barcelona í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki endað neðar í þrettán ár. Og svo gæti farið að Ronald Koeman, maðurinn sem úthýsti Suárez, verði atvinnulaus innan tíðar. Sá hlær best sem síðast hlær og allt það. Það er eins og Lionel Messi, stórvin Suárez, hafi grunað að ákvörðun Börsunga myndi bíta þá í rassinn þegar hann gagnrýndi hvernig staðið var að brottför Úrúgvæans frá félaginu. „Það brjálaða er að þeir létu Suárez fara frítt til félags sem er að berjast um sömu titla og við,“ sagði Messi og talaði um Suárez sem einn besta leikmann í sögu Barcelona. Það eru engin gífuryrði enda vann Úrúgvæinn allt sem hægt var að vinna hjá Barcelona og er þriðji markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Lionel Messi var ósáttur við hvernig Barcelona kom fram við einn hans besta vin, Luis Suárez.getty/David Ramos Eftir að félagaskipti til Juventus urðu ekki að veruleika eftir að Suárez svindlaði á ítölskuprófi gekk hann í raðir Atlético. Og hann var nákvæmlega það sem liðið vantaði. Undanfarin tímabil hefur Atlético spilað sinn frábæra varnarleik eins og alltaf en gengið bölvanlega að skora og félagið hefur verið eins og grafreitur fyrir sóknarmenn. Atlético vantaði með öðrum orðum leikbreyti, leikmann sem breytir jafntefli í sigra. Þá vantaði Suárez. Úrúgvæinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir Atlético og endaði tímabilið með 21 mark í spænsku úrvalsdeildinni. Atlético skoraði sextán mörkum meira en tímabilið á undan, vann átta fleiri leiki og fékk sextán fleiri stig. Mörkin hans Suárez reyndust Atlético ómetanleg. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en sjö sigurmörk, þar á meðal í síðustu tveimur umferðunum. . . @LuisSuarez9 has won more points with his goals than any other player in #LaLigaSantander 2020/21! @atletienglish pic.twitter.com/Bb4BxOFM1c— LaLiga English (@LaLigaEN) May 23, 2021 Eftir að hafa verið á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið gerði Atlético hlutina eins erfiða fyrir sig og hægt var á lokasprettinum og rétt svo skreið yfir endalínuna. Í næstsíðustu umferðinni lenti Atlético undir gegn Osasuna en kom til baka og Suárez tryggði liðinu sigur með marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Suárez fagnar sigurmarki sínu gegn Osasuna um síðustu helgi.Getty/David S. Bustamante Í lokaumferðinni í gær lenti Atlético aftur undir gegn Real Valladolid sem var að berjast fyrir lífi sínu. Á sama tíma var Real Madrid, sem átti einnig möguleika á að verða meistari, undir gegn Villarreal. Ángel Correra jafnaði fyrir Atlético á 57. mínútu og tíu mínútum síðar slapp Suárez óvænt í gegn og skoraði markið sem tryggði Atlético ellefta Spánarmeistaratitil félagsins. Tilfinningarnar báru Suárez ofurliði í leikslok og hann gat ekki stillt sig um að stinga, snúa og salta í sár Börsunga Samherja-style. „Það sem truflaði mig mest var þegar Barcelona tjáði mér að ég væri gamall og gæti ekki lengur spilað á hæsta getustigi. Ég var ekki hrifinn af því. Barcelona vanmat mig og Atlético opnaði dyrnar fyrir mig og gaf mér tækifæri. Ég verð ávallt þakklátur félaginu fyrir að treysta á mig,“ sagði Suárez eftir leikinn í gær. Tears of joy for @LuisSuarez9! His 21 goals helped earn the #LaLigaSantander title for @atletienglish... pic.twitter.com/X2WVDvlQqz— LaLiga English (@LaLigaEN) May 22, 2021 „Því Barcelona gaf okkur Luis Suárez,“ svaraði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, er hann var spurður af hverju liðið hefði orðið meistari. Hann þakkaði Börsungum svo pent fyrir og sagðist elska þá. Hjá Atlético er Suárez kannski kominn í sitt rétta umhverfi, í lið sem þarf að berjast við risanna Barcelona og Real Madrid, ekki ósvipað í úrúgvæska landsliðinu sem storkar fótboltalögmálunum með því að berjast við risaþjóðirnar Brasilíu og Argentínu. Smáþjóðin Úrúgvæ hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari, tvisvar sinnum Ólympíumeistari og fimmtán sinnum Suður-Ameríkumeistari. Úrúgvæar tala um „la garra charrúa“, baráttuanda sem þeir þurfa að vera innblásnir af til berjast og þrauka í baráttunni við stærri og sterkari lið, svipað eins og Charrúa þjóðflokkurinn í Úrúgvæ þurfti til að gera til að verjast erlendum innrásarliðum. Suárez fagnar eftir að Úrúgvæ varð Suður-Ameríkumeistari 2011. Hann skoraði þrennu í úrslitaleiknum gegn Paragvæ.getty/Buda Mendes Suárez er með sigurvilja á sturlunarstigi, skapið hleypur reglulega með hann í gönur og hann hugsar sjaldnast rökrétt. Hann hefur fengið langt bann fyrir kynþáttaníð, bitið andstæðing inni á vellinum ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum heldur þrisvar sinnum, beðið um hendi á markvörð fyrir að taka boltann með höndum innan vítateigs, mótmælt kröftuglega eftir að dómari féll um koll og bjargað sínu liði með því að verja á marklínu með höndinni. Og svindlað á ítölskuprófi. Suárez er hvort tveggja í senn, dýrlingur og djöfull, snillingur og svindlari. Það er auðvelt að elska hann og halda með honum og það er jafn auðvelt að hata hann og fyrirlíta. En hann verður aldrei sakaður um annað en að vera eftirminnilegur. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira