Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2021 00:29 Augnablikið sem milljónir manna sáu og fengu einhverja til að geta sér til um að David væri að neyta kókaíns. Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur. Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur.
Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21
Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49
Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30