Curry og félagar spila upp á „sigur eða sumarfrí“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:30 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors verða að vinna í kvöld. AP/Gerald Herbert Umspil NBA deildarinnar í körfubolta lýkur í kvöld með hreinum úrslitaleik á milli Golden State Warriors og Memphis Grizzlies um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Washington Wizards vann samskonar leik á móti Indiana Pacers í Austurdeildinni í nótt og nú á bara eftir að koma í ljós hvað verður áttunda liðið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hefur átt magnað tímabil þar sem hann var stigakóngur deildarinnar og einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægustu leikmenn deildarkeppninnar. „Þetta er bara sigur eða sumarfrí,“ sagði Stephen Curry fyrir leikinn. „Við höfum byggt upp sjálfstraust og tekist að vinna marga leiki í röð en síðan lent í svekkjandi tapleikjum og þurft að koma til baka. Við höfum verið í þessari stöðu áður,“ sagði Curry. Stephen Curry this season: Led NBA in scoring Led NBA in threes made Most threes per game in NBA history Broke the Warriors' all-time scoring record Broke the Warriors' all-time assists record Climbed to 2nd on NBA's all-time threes list https://t.co/BOHrpLS3s9 pic.twitter.com/ZKM9wwxv3R— Golden State Warriors (@warriors) May 20, 2021 Golden State Warriors er í þessum leik eftir 103-100 tap á móti Los Angeles Lakers á miðvikudagskvöldið en þessi leikur er á heimavelli þar sem Warriors vann sex síðustu leiki sína í deildarkeppninni. „Það verður gaman að spila svona leik fyrir framan okkar áhorfendur og við verðum að nýta okkur það. Við verðum að njóta þess að spila en ekki setja of mikla pressu á okkur sjálfa að hitta úr öllum skotum. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina og skapa einhvern usla,“ sagði Curry. „Steph, Draymond og þessir strákar hafa verið í úrslitakeppninni á hverju ári. Þetta er það sem úrslitakeppnina snýst um. Hver leikur tekur mikið á tilfinningarnar og þú verður alltaf að koma með svar til baka í næsta leik hvort sem þú ert að koma til baka eftir sigur eða tap,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State liðsins. Mótherjarnir í Memphis Grizzlies tryggðu sér sæti í þessum leik með 100-96 sigri á San Antonio Spurs. „Okkar plan er að pakka fyrir þriggja leikja ferð,“ sagði bakvörðurinn Ja Morant hjá Memphis en það lið sem vinnur þennan leik spilar tvo fyrstu leikina í átta liða úrslitunum Vesturdeildarinnar á útivelli á móti Utah Jazz. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint hjá Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira