Varalið United vann Wolves í lokaleik Nuno | West Ham í Evrópudeildina 23. maí 2021 16:55 EPA-EFE/Dave Thompson Manchester United vann 2-1 sigur á Úlfunum á Molineux-vellinum í Wolverhampton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. West Ham United tryggði þá sæti sitt í Evrópukeppni að ári. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gaf leikmönnum sem hafa lítið spilað tækifæri í dag þar sem flestir hefðbundnir byrjunarliðsmenn liðsins fengu frí, enda aðeins þrír dagar í úrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni gegn Villarreal. 19 ára gamall Svíi, Anthony Elanga, byrjaði sinn fyrsta leik fyrir United í dag og hélt hann upp á það með því að koma liðinu í forystu eftir stoðsendingu Daniels James á 13. mínútu. Portúgalski bakvörðurinn Nélson Semedo jafnaði fyrir Úlfana á 39. Mínútu eftir stoðsendingu landa síns Fábio Silva en Juan Mata skoraði aftur á móti úr vítaspyrnu fyrir United í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 2-1 staðan í hléi. West Ham í Evrópudeildina og Tottenham í Sambandsdeildina Pablo Fornals fór fyrir West Ham í dag.Pool/Getty Images/Justin Tallis West Ham batt enda á frábært tímabil sitt með góðum 3-0 heimasigri á Southampton þar sem Spánverjinn Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir Hamranna á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik. Hann lagði svo þriðja markið upp fyrir Declan Rice undir lok leiks. West Ham lýkur því keppni í sjötta sæti með 65 stig og leikur í Evrópudeildinni að ári. Arsenal freistaði þess að hirða sjöunda sæti deildarinnar af nágrönnum sínum í Tottenham en það sæti veitir keppnisrétt í nýrri Sambandsdeild Evrópu (UEFA Conference League) að ári. Arsenal-menn gerðu sitt þar sem tvö mörk Fílabeinsstrendingsins Nicolas Pépé tryggðu Arsenal 2-0 sigur. Lengi vel leit út fyrir að Arsenal myndi hafna í sjöunda sætinu þar sem Tottenham var undir gegn Leicester en Tottenham sneri taflinu við og vann 4-2 sigur sem tryggði þeim sjöunda sætið. Áfram skorar Willock og erfiður endir Jóhanns og félaga Takk fyrir þitt framlag, Joe.Getty Images/Alex Broadway Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem tapaði 1-0 fyrir föllnu liði Sheffield United á Bramall Lane. Burnley lýkur keppni í 17. Sæti deildarinnar, neðsta örugga sætinu, með 39 stig, ellefu á undan Fulham sem er í efsta fallsætinu. Fulham lauk tímabilinu á 2-0 tapi fyrir Newcastle United á Crave Cottage þar sem Joe Willock skoraði fyrra mark norðanmanna. Lánsmaðurinn frá Arsenal hefur gert frábæra hluti með þeim svarthvítu og var að skora í áttunda deildarleiknum í röð. Fabian Schar innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu undir lokin en lærisveinar Steve Bruce luku keppni í 12. sæti með 45 stig Nýliðar Leeds United unnu luku þá sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni frá 2004 með öruggum 3-1 sigri á fallliði West Bromwich Albion. Spánverjinn Rodrigo og Kalvin Phillips skoruðu fyrri tvö mörk Leeds áður en Patrick Bamford skoraði úr vítaspyrnu. Walesverjinn Hal Robson-Kanu klóraði í bakkann undir lok leiks fyrir West Brom. Leeds fór með sigrinum upp fyrir Everton í níunda sæti deildarinnar þar sem liðið lýkur góðu fyrsta tímabili sínu í deildinni. Enski boltinn
Manchester United vann 2-1 sigur á Úlfunum á Molineux-vellinum í Wolverhampton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. West Ham United tryggði þá sæti sitt í Evrópukeppni að ári. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gaf leikmönnum sem hafa lítið spilað tækifæri í dag þar sem flestir hefðbundnir byrjunarliðsmenn liðsins fengu frí, enda aðeins þrír dagar í úrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni gegn Villarreal. 19 ára gamall Svíi, Anthony Elanga, byrjaði sinn fyrsta leik fyrir United í dag og hélt hann upp á það með því að koma liðinu í forystu eftir stoðsendingu Daniels James á 13. mínútu. Portúgalski bakvörðurinn Nélson Semedo jafnaði fyrir Úlfana á 39. Mínútu eftir stoðsendingu landa síns Fábio Silva en Juan Mata skoraði aftur á móti úr vítaspyrnu fyrir United í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 2-1 staðan í hléi. West Ham í Evrópudeildina og Tottenham í Sambandsdeildina Pablo Fornals fór fyrir West Ham í dag.Pool/Getty Images/Justin Tallis West Ham batt enda á frábært tímabil sitt með góðum 3-0 heimasigri á Southampton þar sem Spánverjinn Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir Hamranna á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik. Hann lagði svo þriðja markið upp fyrir Declan Rice undir lok leiks. West Ham lýkur því keppni í sjötta sæti með 65 stig og leikur í Evrópudeildinni að ári. Arsenal freistaði þess að hirða sjöunda sæti deildarinnar af nágrönnum sínum í Tottenham en það sæti veitir keppnisrétt í nýrri Sambandsdeild Evrópu (UEFA Conference League) að ári. Arsenal-menn gerðu sitt þar sem tvö mörk Fílabeinsstrendingsins Nicolas Pépé tryggðu Arsenal 2-0 sigur. Lengi vel leit út fyrir að Arsenal myndi hafna í sjöunda sætinu þar sem Tottenham var undir gegn Leicester en Tottenham sneri taflinu við og vann 4-2 sigur sem tryggði þeim sjöunda sætið. Áfram skorar Willock og erfiður endir Jóhanns og félaga Takk fyrir þitt framlag, Joe.Getty Images/Alex Broadway Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem tapaði 1-0 fyrir föllnu liði Sheffield United á Bramall Lane. Burnley lýkur keppni í 17. Sæti deildarinnar, neðsta örugga sætinu, með 39 stig, ellefu á undan Fulham sem er í efsta fallsætinu. Fulham lauk tímabilinu á 2-0 tapi fyrir Newcastle United á Crave Cottage þar sem Joe Willock skoraði fyrra mark norðanmanna. Lánsmaðurinn frá Arsenal hefur gert frábæra hluti með þeim svarthvítu og var að skora í áttunda deildarleiknum í röð. Fabian Schar innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu undir lokin en lærisveinar Steve Bruce luku keppni í 12. sæti með 45 stig Nýliðar Leeds United unnu luku þá sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni frá 2004 með öruggum 3-1 sigri á fallliði West Bromwich Albion. Spánverjinn Rodrigo og Kalvin Phillips skoruðu fyrri tvö mörk Leeds áður en Patrick Bamford skoraði úr vítaspyrnu. Walesverjinn Hal Robson-Kanu klóraði í bakkann undir lok leiks fyrir West Brom. Leeds fór með sigrinum upp fyrir Everton í níunda sæti deildarinnar þar sem liðið lýkur góðu fyrsta tímabili sínu í deildinni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti