Fimmti sigurinn í röð skaut Liverpool í Meistaradeildina Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2021 16:56 Það var létt yfir leikmönnum Liverpool í dag eftir langt og strangt tímabil. Paul Ellis/Getty Liverpool mun leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Eftir fimmta sigurinn í röð tryggðu þeir sætið en þeir höfðu betur gegn Crystal Palace í dag, 2-0. Palace byrjaði leikinn betur og Alisson þurfti að taka á honum stóra sínum. Skömmu síðar slapp Androws Townsend einn gegn Alisson en skaut boltanum framhjá. Liverpool tók hægt og rólega yfir leikinn en Rhys Williams klúðraði algjöru dauðafæri á 20. mínútu. Hornspyrna Andy Robertson fór beint á kollinn á Williams sem skallaði boltanum yfir úr dauðafæri. Á 36. mínútu komst Liverpool yfir. Boltinn féll fyrir Sadio Mane eftir hornspyrnu og eftir darraðadans kom hann boltanum í netið. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Sadio Mane tvöfaldaði svo forystuna á 74. mínútu. Eftir skyndisókn og laglegt samspil Salah og Wijnaldum, skaut Mane í varnarmann Palace og í netið. Lokatölur 2-0 og endar Liverpool í þriðja sætinu með 69 stig. Þetta var jafn framt síðasti leikur Roy Hodgsons en hann skilur við Palace í fjórtánda sætinu. GET IN, REDSSSSS!!! 🔴— Liverpool FC (@LFC) May 23, 2021 Enski boltinn
Liverpool mun leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Eftir fimmta sigurinn í röð tryggðu þeir sætið en þeir höfðu betur gegn Crystal Palace í dag, 2-0. Palace byrjaði leikinn betur og Alisson þurfti að taka á honum stóra sínum. Skömmu síðar slapp Androws Townsend einn gegn Alisson en skaut boltanum framhjá. Liverpool tók hægt og rólega yfir leikinn en Rhys Williams klúðraði algjöru dauðafæri á 20. mínútu. Hornspyrna Andy Robertson fór beint á kollinn á Williams sem skallaði boltanum yfir úr dauðafæri. Á 36. mínútu komst Liverpool yfir. Boltinn féll fyrir Sadio Mane eftir hornspyrnu og eftir darraðadans kom hann boltanum í netið. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Sadio Mane tvöfaldaði svo forystuna á 74. mínútu. Eftir skyndisókn og laglegt samspil Salah og Wijnaldum, skaut Mane í varnarmann Palace og í netið. Lokatölur 2-0 og endar Liverpool í þriðja sætinu með 69 stig. Þetta var jafn framt síðasti leikur Roy Hodgsons en hann skilur við Palace í fjórtánda sætinu. GET IN, REDSSSSS!!! 🔴— Liverpool FC (@LFC) May 23, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti