Leicester kastaði frá sér Meistaradeildarsæti Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2021 16:54 Tottenham sótti þrjú stig til Leicester. Shaun Botterill/Getty Leicester kastaði frá sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með að tapa 4-2 gegn Tottenham á heimavelli en Chelesa tapaði á sama tíma gegn Aston Villa. Leicester komst yfir á 18. mínútu er Jamie Vardy skoraði úr vítaspyrnu eftir að Toby Alderweireld braut á framherjanum. Son Heung-min lagði upp jöfnunarmark Tottenham en það skoraði Harry Kane á 40. mínútu, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir Tottenham. Leicester komst í 2-1 á sjöundu mínútu síðari hálfleiks og aftur var það vítaspyrna. Vardy skoraði þá eftir að Davinson Sanchez gerðist brotlegur. Öll dramatíkin var ekki úti því Kasper Schmeichel skoraði sjálfsmark á 77. mínútu og Gareth Bale tryggði Tottenham sigurinn skömmu síðar. Bale var ekki hættur því hann bætti við öðru marki sínu og fjórða mark Tottenham í uppbótartíma og lokatölur 4-2. Leicester endar því í fimmta sætinu en hefðu þeir nælt í sigur væru þeir á leiðinni í Meistaradeildarsæti. Á meðan Tottenham endar í sjöunda sætinu. FT Leicester 2-4 Tottenham.It's a gutting end to a brilliant season for Leicester City, who miss out on Champions League football.#LEITOT #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2021 Enski boltinn
Leicester kastaði frá sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með að tapa 4-2 gegn Tottenham á heimavelli en Chelesa tapaði á sama tíma gegn Aston Villa. Leicester komst yfir á 18. mínútu er Jamie Vardy skoraði úr vítaspyrnu eftir að Toby Alderweireld braut á framherjanum. Son Heung-min lagði upp jöfnunarmark Tottenham en það skoraði Harry Kane á 40. mínútu, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir Tottenham. Leicester komst í 2-1 á sjöundu mínútu síðari hálfleiks og aftur var það vítaspyrna. Vardy skoraði þá eftir að Davinson Sanchez gerðist brotlegur. Öll dramatíkin var ekki úti því Kasper Schmeichel skoraði sjálfsmark á 77. mínútu og Gareth Bale tryggði Tottenham sigurinn skömmu síðar. Bale var ekki hættur því hann bætti við öðru marki sínu og fjórða mark Tottenham í uppbótartíma og lokatölur 4-2. Leicester endar því í fimmta sætinu en hefðu þeir nælt í sigur væru þeir á leiðinni í Meistaradeildarsæti. Á meðan Tottenham endar í sjöunda sætinu. FT Leicester 2-4 Tottenham.It's a gutting end to a brilliant season for Leicester City, who miss out on Champions League football.#LEITOT #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti