Eurovisionvaktin: Sögulegt kvöld hjá Íslandi hvernig sem fer Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2021 17:01 Ísland er númer tólf í röðinni í Ahoy-höllinni í kvöld. Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Eurovision Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira