Eurovisionvaktin: Sögulegt kvöld hjá Íslandi hvernig sem fer Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2021 17:01 Ísland er númer tólf í röðinni í Ahoy-höllinni í kvöld. Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira