Vegna kórónuveirusmits Jóhanns Sigurðar í Gagnamagninu mun sveitin ekki flytja lag sitt í beinni útsendingu og verður þess í stað áfram notast við upptökuna frá seinni æfingu hópsins, þá sömu og skilaði laginu í úrslitin.
Á vef Eurovision má sjá að það verður hin kýpverska Elena Tsagrinou og lag hennar, El Diablo, sem mun verða fyrst á svið. Má því ljóst vera að fjör verður frá fyrstu mínútu.
Svissneska framlagið, Tout l'Univers með Gjon's Tears, er ellefta í röðinni, það er á undan 10 Years, lagið Daða Freys og félaga, og hið spænska Voy A Querdarme verður flutt á eftir íslenska laginu.
San Marinó verður svo síðast á svið.
Til gamans má geta að síðasti sigurvegari Eurovision, hinn hollenski Duncan Laurence og lag hans Arcade, var tólfti á svið á úrslitakvöldi Eurovision 2019.
Að neðan má sjá röð laganna á laugardaginn.
- Kýpur / Elena Tsagrinou - El Diablo
- Albanía / Anxhela Peristeri - Karma
- Ísrael/ Eden Alene - Set Me Free
- Belgía / Hooverphonic - The Wrong Place
- Rússland / Manizha - Russian Woman
- Malta / Destiny - Je Me Casse
- Portúgal / The Black Mamba - Love Is On My Side
- Serbía / Hurricane - Loco Loco
- Bretland / James Newman - Embers
- Grikkland / Stefania - Last Dance
- Sviss / Gjon's Tears - Tout l'Univers
- Ísland / Daði Freyr og Gagnamagnið - 10 Years
- Spánn / Blas Cantó - Voy A Querdarme
- Moldóva / Natalia Gordienko - SUGAR
- Þýskaland / Jendrik - I Don't Feel Hate
- Finnland / Blind Channel - Dark Side
- Búlgaría / Victoria - Growing Up is Getting Old
- Litháen / The Roop - Discoteque
- Úkraína / Go_A - Shum
- Frakkland / Barbara Pravi - Voilà
- Aserbaídsjan / Efendi - Mata Hari
- Noregur / TIX - Fallen Angel
- Holland / Jeangu Macrooy - Birth of a New Age
- Ítalía / Måneskin - Zitti E Buoni
- Svíþjóð / Tusse - Voices
- San Marínó / Senhit - Adrenalina