Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 15:00 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Hluti stuðningsmanna KR hefur reynt að trufla einbeitingu hans í einvíginu. vísir/bára „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55
Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28
Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14
Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31