Í myndinni lék Marlon Brando guðföðurinn sjálfan Don Vito Corleone sem var mafíuforingi og mjög efnaður.
Í kvikmyndinni bjó Corleone í risavillu en nú er húsið komið á sölu fyrir 125 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna.
Húsið er hið glæsilegasta og staðsett í Beverly Hills í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá umfjöllun um eignina á YouTube-síðunni TheRichest.