Dejan Kulusevski kom Juventus yfir á 31. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Ruslan Malinovsky metin.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en það var svo Federico Chiesa sem skoraði sigurmark Juventus stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Góður bikar í safnið fyrir Juventus eftir vonbrigðartímabil en þeir eru enn að berjast fyrir Meistaradeildarsæti er ein umferð er eftir á Ítalíu.
🏆 - @Cristiano's club trophies
— Gracenote Live (@GracenoteLive) May 19, 2021
5 - Champions League
4 - FIFA Club World Cup
3 - Premier League
2 - La Liga
2 - Serie A
2 - Copa del Rey
2 - League Cup
2 - UEFA Super Cup
2 - ESP Super Cup
2 - ITA Super Cup
1 - POR Super Cup
1 - ENG Super Cup
1 - Coppa Italia🆕#AtalantaJuve
PSG vinnur að minnsta kosti einn bikar í Frakklandi eftir 2-0 bikarsigur á Mónakó.
Mauro Icardo skoraði fyrra markið á 19. mínútu eftir undirbúning Kylian Mbappe og Mbappe skoraði sjálfur annað markið á 81. mínútu.
PSG er í harði baráttu við Lille um franska deildarmeistaratitilinn en Mauricio Pochettino endar tímabilið að minnsta kosti ekki tómhentur.
PSG have won the Coupe de France!
— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2021
Mauricio Pochettino's side clinch the trophy with a 2-0 victory against Monaco.#bbcfootball