Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2021 11:53 Daði Freyr ræddi við Vísi úr sóttkvínni í gegn um Zoom. vísir Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“ Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“
Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið