Lífið

Falleg íbúð í gamalli járnbrautarstöð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega smekkleg breyting í þessu sögufræga húsi.
Einstaklega smekkleg breyting í þessu sögufræga húsi.

Í innslagi á YouTube-rásinni Never Too Small er fjallað um einstaklega smekklega fimmtíu fermetra íbúð.

Íbúðin er staðsett í Melbourne í Ástralíu, nánar tiltekið inni í gamalli járnbrautarstöð. Byggingin var reist árið 1893 en árið 1997 var húsinu breytt í hótel og fjölbýlishús.

Þar eru alls 240 íbúðir og í hálfri byggingunni er Grand Hótel. Það var arkitektinn Jack Chen sem hannaði þessa íbúð.

Breytingin er stórkostleg eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.