Lífið

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Sylvía Hall skrifar
Eurovision-hópurinn úti í Rotterdam í gær.
Eurovision-hópurinn úti í Rotterdam í gær.

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV í kvöld en hópurinn þurfti að bíða í um þrjátíu klukkustundir eftir niðurstöðum. Daði Freyr og Gagnamagnið fara svo í aðra sýnatöku á miðvikudag.

Óljóst er hvað gerist næst en samkvæmt tilkynningu er líklegt að Daði og Gagnamagnið fái að taka þátt í dómararennsli sem fer fram á miðvikudagskvöld og stíga á svið í undanúrslitum á fimmtudag, ef sýnataka á miðvikudag reynist einnig neikvæð.

„Enn er óljóst hvaða reglur muni gilda um aðra í íslenska hópnum, hvort þau verði áfram í sóttkví eða ekki.“

Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19 en ljóst er að smitin eru ekki fleiri.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.