Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2021 22:15 Pentanet.GG gerði það sem ekkert annað ástrlaskt lið hefur gert áður þegar þeir komust upp úr riðlinum á MSI. Þeir náðu loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðlinum í dag, en eru úr leik. Colin Young-Wolff/Riot Games, Inc. via Getty Images Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram. Dagurinn byrjaði á viðureign PSG Talon og RNG. Þessi lið mættust seinast í gær og þá varð PSG Talon fyrsta liðið til að leggja RNG af velli á MSI 2021. Leikurinn sveiflaðist fram og til baka, en PSG Talon virtust þó hafa yfirhöndina framan af. Eftir rúmlega hálftíma leik snéru kínversku meistararnir í RNG leiknum þó sér í hag og eftir það var ekki aftur snúið. Þetta var sjötti sigur RNG í milliriðlinum, en þeir höfðu þegar tryggt sig í undanúrslitin í gær. .@RNGRoyal win the rematch against @PSG_Talon! #MSI2021 pic.twitter.com/1kLjZOMIcp— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 MAD Lions og DWG KIA mættust í öðrum leik dagsins. Kóresku heimsmeistararnir tóku afgerandi forystu snemma leiks og sigur þeirra aldrei í hættu. Með sigrinum var það ljóst að DWG KIA er komið í undanúrslit MSI ásamt RNG. Það eru því bara tvö sæti laus fyrir lokadaginn. Í þriðja leik dagsins mættust Cloud9 og RNG í leik sem að Cloud9 þurfti á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á því að stela sæti í undanúrslitum. Cloud9 mættu virkilega ákveðnir til leiks og voru alltaf skrefinu á undan í annars mjög jöfnum leik. Þeir héldu forskotinu út leikinn og unnu að lokum virkilega mikilvægan sigur eftir um hálftíma leik. STILL ALIVE. #MSI2021 pic.twitter.com/YgMsCtY0xL— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 Pentanet.GG og MAD Lions áttust við í fjórða, og jafnframt mest einhliða leik dagsins. MAD Lions hlupu hringi í kringum Pentanet.GG og eftir 24 mínútur af League of Legends var öruggur sigur þeirra í höfn. Næst seinasti leikur dagsins var viðureign PSG Talon og DWG KIA þar sem þeir síðarnefndu gátu með sigri endað daginn í efsta sæti riðilsins. PSG Talon hefur sýnt það á þessu móti að þeir geta dansað við risana. DWG KIA gaf þeim hinsvegar engin færi á sér og unnu sannfærandi sigur og tylltu sér á toppinn. Lokaleikur dagsins var svo viðureign Pentanet.GG og Cloud9. Pentanet.GG áttu eins og áður segir engann möguleika á því að komast áfram, og eftir frækinn sigur Cloud9 gegn RNG fyrr í dag þurftu þeir svo sannarlega á auðveldum leik að halda til að setja alvöru pressu á liðin fyrir ofan sig um að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu tíu mínúturnar, en eftir það fóru Pentanet.GG að síga fram úr. Flestir héldu að Cloud9 myndi ná að brúa bilið, og þeir voru oft á tíðum ansi nálægt því, en þegar tæpar 25 mínútur voru liðnar af leiknum náði Pentanet.GG afgerandi forystu. Þeir nýttu sér þann mun og kláruðu leikinn stuttu seinna. Þetta var fyrsti sigur Pentanet.GG í milliriðlinum, en tapið gerir það nánast ómögulegt fyrir Cloud9 að ná inn í undanúrslitin. Draumurinn er þó ekki alveg úti, en þeir þurfa á kraftaverki að halda á lokadegi milliriðilsins á morgun. let that be a lesson to everyone; nobody beats pentanet 8 times in a row pic.twitter.com/c54sdnuOv5— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 Lokadagur milliriðilsins fer fram á morgun og verður hægt að fylgjast með honum á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:30. Stöðu riðilsins fyrir lokadaginn má sjá hér að neðan. The #MSI2021 Rumble Stage Standings after Day 4! pic.twitter.com/UGpM8hvEu4— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 League of Legends Tengdar fréttir Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25 RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31 Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00 MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30 RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti
Dagurinn byrjaði á viðureign PSG Talon og RNG. Þessi lið mættust seinast í gær og þá varð PSG Talon fyrsta liðið til að leggja RNG af velli á MSI 2021. Leikurinn sveiflaðist fram og til baka, en PSG Talon virtust þó hafa yfirhöndina framan af. Eftir rúmlega hálftíma leik snéru kínversku meistararnir í RNG leiknum þó sér í hag og eftir það var ekki aftur snúið. Þetta var sjötti sigur RNG í milliriðlinum, en þeir höfðu þegar tryggt sig í undanúrslitin í gær. .@RNGRoyal win the rematch against @PSG_Talon! #MSI2021 pic.twitter.com/1kLjZOMIcp— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 MAD Lions og DWG KIA mættust í öðrum leik dagsins. Kóresku heimsmeistararnir tóku afgerandi forystu snemma leiks og sigur þeirra aldrei í hættu. Með sigrinum var það ljóst að DWG KIA er komið í undanúrslit MSI ásamt RNG. Það eru því bara tvö sæti laus fyrir lokadaginn. Í þriðja leik dagsins mættust Cloud9 og RNG í leik sem að Cloud9 þurfti á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á því að stela sæti í undanúrslitum. Cloud9 mættu virkilega ákveðnir til leiks og voru alltaf skrefinu á undan í annars mjög jöfnum leik. Þeir héldu forskotinu út leikinn og unnu að lokum virkilega mikilvægan sigur eftir um hálftíma leik. STILL ALIVE. #MSI2021 pic.twitter.com/YgMsCtY0xL— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 Pentanet.GG og MAD Lions áttust við í fjórða, og jafnframt mest einhliða leik dagsins. MAD Lions hlupu hringi í kringum Pentanet.GG og eftir 24 mínútur af League of Legends var öruggur sigur þeirra í höfn. Næst seinasti leikur dagsins var viðureign PSG Talon og DWG KIA þar sem þeir síðarnefndu gátu með sigri endað daginn í efsta sæti riðilsins. PSG Talon hefur sýnt það á þessu móti að þeir geta dansað við risana. DWG KIA gaf þeim hinsvegar engin færi á sér og unnu sannfærandi sigur og tylltu sér á toppinn. Lokaleikur dagsins var svo viðureign Pentanet.GG og Cloud9. Pentanet.GG áttu eins og áður segir engann möguleika á því að komast áfram, og eftir frækinn sigur Cloud9 gegn RNG fyrr í dag þurftu þeir svo sannarlega á auðveldum leik að halda til að setja alvöru pressu á liðin fyrir ofan sig um að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu tíu mínúturnar, en eftir það fóru Pentanet.GG að síga fram úr. Flestir héldu að Cloud9 myndi ná að brúa bilið, og þeir voru oft á tíðum ansi nálægt því, en þegar tæpar 25 mínútur voru liðnar af leiknum náði Pentanet.GG afgerandi forystu. Þeir nýttu sér þann mun og kláruðu leikinn stuttu seinna. Þetta var fyrsti sigur Pentanet.GG í milliriðlinum, en tapið gerir það nánast ómögulegt fyrir Cloud9 að ná inn í undanúrslitin. Draumurinn er þó ekki alveg úti, en þeir þurfa á kraftaverki að halda á lokadegi milliriðilsins á morgun. let that be a lesson to everyone; nobody beats pentanet 8 times in a row pic.twitter.com/c54sdnuOv5— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 Lokadagur milliriðilsins fer fram á morgun og verður hægt að fylgjast með honum á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:30. Stöðu riðilsins fyrir lokadaginn má sjá hér að neðan. The #MSI2021 Rumble Stage Standings after Day 4! pic.twitter.com/UGpM8hvEu4— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021
League of Legends Tengdar fréttir Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25 RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31 Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00 MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30 RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti
Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25
RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31
Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00
MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30
RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01
Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31
MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31