# _ pic.twitter.com/DGT4R83Wwj
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) May 17, 2021
Heimir tók við Al Arabi í desember 2018 eftir að hafa náð frábærum árangri með íslenska karlalandsliðið.
Hann fékk landsliðfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson til Al Arabi og þá lék Birkir Bjarnason einnig um skeið með félaginu.
Heimir var með tvo Íslendinga sér til aðstoðar hjá Al Arabi, Frey Alexandersson og Bjarka Má Ólafsson.
Á síðasta tímabili endaði Al Arabi í 7. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið þar á undan lenti liðið í 6. sæti.