Belgar með níu leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í EM-hópnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 15:31 Kevin De Bruyne, Romelu Lukaku og félagar þeirra í belgíska landsliðinu ætla sér stóra hluti á EM í sumar. Getty/Photonews Roberto Martinez valdi í dag lokahóp sinn fyrir komandi Evrópumót í knattspyrnu en Belgar eru í hóp sigurstranglegustu liðanna á mótinu. Martinez mátti velja 26 leikmenn í hópinn í stað 23 en sú undantekning er leyfð núna vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru mikið af leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni eða níu talsins. Martinez valdi líka leikmann sem fór í aðgerð á hásin í janúar og er nýbyrjaður að æfa aftur. Kevin de Bruyne hjá Manchester City er auðvitað í hópnum en þar eru líka þrír nýkrýndir bikarmeistarar með Leicester City eða þeir Timothy Castagne, Dennis Praet og Youri Tielemans. Romelu Lukaku, framherji Internazionale og Eden Hazard hjá Real Madrid eru líka í hópnum. Hinir leikmennirnir úr ensku úrvalsdeildinni eru þeir Toby Alderweireld hjá Tottenham, Leander Dendoncker hjá Úlfunum, Leandro Trossard hjá Brighton, Christian Benteke hjá Crystal Palace og Michy Batshuayi sem er í láni hjá Palace frá Chelsea. Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund, er líka í hópnum en hann fór í aðgerð á hásin í janúar og hefur nýliða hafið æfingar aftur af fullum krafti. „Það er sem að hópurinn telur nú 26 leikmenn þá get ég tekið áhættuna með Witsel. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Roberto Martinez. Belgíumenn eru í riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. 11.5 million Belgians. 26 names. 1 goal. #EURO2020 pic.twitter.com/DYK7pYPz9j— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) May 17, 2021 EM-hópur Belgíumanna: Markmenn: Thibaut Courtois (Real Madrid), Simon Mignolet (Club Bruges) og Matz Sels (Racing Strasbourg). Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Hertha Berlin), Timothy Castagne (Leicester City), Jason Denayer (Olympique Lyonnais), Thomas Meunier (Borussia Dortmund), Thomas Vermaelen (Vissel Kobe) og Jan Vertonghen (Benfica). Miðjumenn: Nacer Chadli (Istanbul Basaksehir), Kevin de Bruyne (Manchester City), Leander Dendoncker (Wolverhampton Wanderers), Thorgan Hazard (Borussia Dortmund), Dennis Praet, Youri Tielemans (báður frá Leicester City), Hans Vanaken (Club Bruges) og Axel Witsel (Borussia Dortmund). Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke (báðir frá Crystal Palace), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Jeremy Doku (Stade Rennes), Eden Hazard (Real Madrid), Romelu Lukaku (Inter Milan), Dries Mertens (Napoli) og Leandro Trossard (Brighton and Hove Albion). EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Martinez mátti velja 26 leikmenn í hópinn í stað 23 en sú undantekning er leyfð núna vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru mikið af leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni eða níu talsins. Martinez valdi líka leikmann sem fór í aðgerð á hásin í janúar og er nýbyrjaður að æfa aftur. Kevin de Bruyne hjá Manchester City er auðvitað í hópnum en þar eru líka þrír nýkrýndir bikarmeistarar með Leicester City eða þeir Timothy Castagne, Dennis Praet og Youri Tielemans. Romelu Lukaku, framherji Internazionale og Eden Hazard hjá Real Madrid eru líka í hópnum. Hinir leikmennirnir úr ensku úrvalsdeildinni eru þeir Toby Alderweireld hjá Tottenham, Leander Dendoncker hjá Úlfunum, Leandro Trossard hjá Brighton, Christian Benteke hjá Crystal Palace og Michy Batshuayi sem er í láni hjá Palace frá Chelsea. Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund, er líka í hópnum en hann fór í aðgerð á hásin í janúar og hefur nýliða hafið æfingar aftur af fullum krafti. „Það er sem að hópurinn telur nú 26 leikmenn þá get ég tekið áhættuna með Witsel. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Roberto Martinez. Belgíumenn eru í riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. 11.5 million Belgians. 26 names. 1 goal. #EURO2020 pic.twitter.com/DYK7pYPz9j— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) May 17, 2021 EM-hópur Belgíumanna: Markmenn: Thibaut Courtois (Real Madrid), Simon Mignolet (Club Bruges) og Matz Sels (Racing Strasbourg). Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Hertha Berlin), Timothy Castagne (Leicester City), Jason Denayer (Olympique Lyonnais), Thomas Meunier (Borussia Dortmund), Thomas Vermaelen (Vissel Kobe) og Jan Vertonghen (Benfica). Miðjumenn: Nacer Chadli (Istanbul Basaksehir), Kevin de Bruyne (Manchester City), Leander Dendoncker (Wolverhampton Wanderers), Thorgan Hazard (Borussia Dortmund), Dennis Praet, Youri Tielemans (báður frá Leicester City), Hans Vanaken (Club Bruges) og Axel Witsel (Borussia Dortmund). Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke (báðir frá Crystal Palace), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Jeremy Doku (Stade Rennes), Eden Hazard (Real Madrid), Romelu Lukaku (Inter Milan), Dries Mertens (Napoli) og Leandro Trossard (Brighton and Hove Albion).
EM-hópur Belgíumanna: Markmenn: Thibaut Courtois (Real Madrid), Simon Mignolet (Club Bruges) og Matz Sels (Racing Strasbourg). Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hotspur), Dedryck Boyata (Hertha Berlin), Timothy Castagne (Leicester City), Jason Denayer (Olympique Lyonnais), Thomas Meunier (Borussia Dortmund), Thomas Vermaelen (Vissel Kobe) og Jan Vertonghen (Benfica). Miðjumenn: Nacer Chadli (Istanbul Basaksehir), Kevin de Bruyne (Manchester City), Leander Dendoncker (Wolverhampton Wanderers), Thorgan Hazard (Borussia Dortmund), Dennis Praet, Youri Tielemans (báður frá Leicester City), Hans Vanaken (Club Bruges) og Axel Witsel (Borussia Dortmund). Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke (báðir frá Crystal Palace), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Jeremy Doku (Stade Rennes), Eden Hazard (Real Madrid), Romelu Lukaku (Inter Milan), Dries Mertens (Napoli) og Leandro Trossard (Brighton and Hove Albion).
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira