Færa til leiki Real og Atletico í lokaumferðinni vegna Eurovision Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 17:01 Sergio Ramos og félagar í Real Madrid geta unnið spænsku deildina annað árið í röð. Getty/Denis Doyle Mótanefndin hjá La Liga hefur gengið illa að festa leiktímann á leikjum toppliðanna í lokaumferð deildarinnar og hefur nú þurft að gera enn ein breytinguna. La Liga færði leiki lokaumferðarinnar til í þriðja sinn á hálfum sólarhring og að þessu sinni voru ástæðurnar Eurovision söngvakeppnin á laugardalskvöldið og komandi úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í næstu viku. Atletico Madrid og Real Madrid geta bæði orðið spænskur meistari um helgina en Barcelona á ekki lengur möguleika á titlinum eftir tap um helgina. Atletico Madrid er með tveggja stiga forystu og nægir sigur á Real Valladolid á útivelli til að tryggja sér titilinn. Real Madrid þarf að vinna Villarreal á heimavelli og treysta á það að Atletico tapi stigum. Changes to kick-off times for MD38.The final Matchday of #LaLigaSantander 2020/21 will be played on the following dates. pic.twitter.com/anGSOzACyK— LaLiga English (@LaLigaEN) May 17, 2021 Þessir tveir leikir áttu fyrst að fara fram á sunnudagskvöldið en Villarreal mótmælti því af því að liðið er að fara að spila til úrslita um Evrópudeildarbikarinn á móti Manchester United á miðvikudagskvöldið í næstu viku. Leikirnir voru því færðir á laugardagskvöldið en það þurfti síðan að flýta þeim svo þeir væru ekki á sama tíma og Eurovision söngvakeppnin. Nú er því ljóst að leikir toppliðanna fara nú fram klukkan 18.00 að staðartíma á laugardaginn en söngvakeppnin hefst síðan þremur klukkutímum seinna. Villarreal fær því auka sólarhring til að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á móti Manchester United. Leikir verða báðir í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.55 að íslenskum tíma. Spænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
La Liga færði leiki lokaumferðarinnar til í þriðja sinn á hálfum sólarhring og að þessu sinni voru ástæðurnar Eurovision söngvakeppnin á laugardalskvöldið og komandi úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í næstu viku. Atletico Madrid og Real Madrid geta bæði orðið spænskur meistari um helgina en Barcelona á ekki lengur möguleika á titlinum eftir tap um helgina. Atletico Madrid er með tveggja stiga forystu og nægir sigur á Real Valladolid á útivelli til að tryggja sér titilinn. Real Madrid þarf að vinna Villarreal á heimavelli og treysta á það að Atletico tapi stigum. Changes to kick-off times for MD38.The final Matchday of #LaLigaSantander 2020/21 will be played on the following dates. pic.twitter.com/anGSOzACyK— LaLiga English (@LaLigaEN) May 17, 2021 Þessir tveir leikir áttu fyrst að fara fram á sunnudagskvöldið en Villarreal mótmælti því af því að liðið er að fara að spila til úrslita um Evrópudeildarbikarinn á móti Manchester United á miðvikudagskvöldið í næstu viku. Leikirnir voru því færðir á laugardagskvöldið en það þurfti síðan að flýta þeim svo þeir væru ekki á sama tíma og Eurovision söngvakeppnin. Nú er því ljóst að leikir toppliðanna fara nú fram klukkan 18.00 að staðartíma á laugardaginn en söngvakeppnin hefst síðan þremur klukkutímum seinna. Villarreal fær því auka sólarhring til að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn á móti Manchester United. Leikir verða báðir í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.55 að íslenskum tíma.
Spænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira