Eldflaugaárásum svarað með einum hörðustu loftárásunum til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 11:59 Ísraelskir hermenn nærri landamærunum að Gasaströndinni í gær. Um tvö hundruð manns hafa nú látist á Gasa í loftárásum Ísraela. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogi vopnaðrar sveitar Palestínumanna er sagður hafa fallið í hörðum loftárásum Ísraela á Gasaströndina í nótt. Ísraelar segja árásirnar hafa beinst að leiðtogum Hamassamtakanna eftir að vopnaðar sveitir Palestínumanna skutu eldflaugum að borgum í sunnanverðu Ísrael. Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Árásir Ísraela um helgina voru sérstaklega harðar og voru loftárásir gærdagsins þær skæðustu til þessa, að sögn leiðtoga Palestínumanna á Gasaströndinni. Fullyrtu þeir að fjörutíu og tvö, þar á meðal sextán konur og börn, hefðu fallið í árásum gærdagsins. Frá upphafi árásanna hafi nú tæplega tvö hundruð manns fallið og á annað þúsund manna særst. Ísraelsher heldur því fram að Palestínumenn hafi skotið sextíu eldflaugum að ísraelsku borgunum Beersheba og Ashkelon í nótt. Sjúkraliðar þar segja að nokkrir hafi særst, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn svaraði með því að sprengja upp fimmtán kílómetra af jarðgöngum sem Hamasliðar nota og heimili níu leiðtoga samtakanna. Reuters-fréttastofan hefur eftir Ísraelsher að Abu Harbeed, leiðtogi Íslamsk jíhads á norðanverðri Gasaströndinni, hafi fallið í loftárásunum. Hann hafi borið ábyrgð á eldflaugaárásum á ísraelska borgara. Sjúkraliðar á Gasa segir að í það minnsta þrír Palestínumenn til viðbótar hafi látið lífið í bíl í Gasaborg og annar í bænum Jabalya. AP-fréttastofan segir að ekki liggi fyrir hvort að fleiri hafi fallið eða særst á árásum Ísraela í nótt. Þriggja hæða blokk í Gasaborg hafi orðið fyrir miklum skemmdum í loftárás en íbúar þar sögðust hafa fengið tíu mínútna fyrirvara og allir hafi náð að koma sér út. Borgarstjórinn í Gasa segir að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og öðrum innviðum í loftárásunum. Ástandið í borginni fari snarversnandi. Átök á milli vopnaðra sveita Palestínumanna og Ísraelshers hófust á mánudag eftir margra daga spennu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar palestínskra fjölskyldna úr húsum þeirra í Austur-Jerúsalem. Hamassamtökum hófu þá að skjóta eldflaugum á ísraelskar borgir til að hefna fyrir meðferð ísraelskra öryggisveita á palestínskum mótmælendum. Þeim árásum svaraði Ísraelsher með loftárásum á Gasaströndina sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi hvatt til vopnahlés. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti bæði Ísraela og Palestínumenn til þess að vernda óbreytta borgara í morgun. „Palestínumenn og Ísraelar hafa rétt til að búa við öryggi eins og fólk alls staðar,“ sagði Blinken í opinberri heimsókn í Danmörku.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Sér ekki fram á að árásum linni Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. 16. maí 2021 21:04