Sex efstu lið austurdeildar og sex efstu lið vesturdeildar eru örugg í úrslitakeppnina. Liðin sem enduðu í 7.-10. sæti fara hins vegar í umspil um síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni.
Umspilið í austurdeild:
Þriðjudagur 18. maí:
- Leikur 1: Charlotte - Indiana
- Leikur 2: Washington - Boston
- (Sigurliðið fær sæti 7 í úrslitakeppni austurdeildar)
Fimmtudagur 20. maí:
- Sigurliðið úr leik 1 - Tapliðið úr leik 2
- (Sigurliðið fær sæti 8 í úrslitakeppni austurdeildar)
Umspilið í vesturdeild:
Miðvikudagur 19. maí:
- Leikur 1: San Antonio - Memphis
- Leikur 2: Golden State - LA Lakers
- (Sigurliðið fær sæti 7 í úrslitakeppni vesturdeildar)
Föstudagur 21. maí:
- Sigurliðið úr leik 1 - Tapliðið úr leik 2
- (Sigurliðið fær sæti 8 í úrslitakeppni vesturdeildar)
Meistarar Lakers neyðast til að fara í umspilið þrátt fyrir að hafa unnið New Orleans Pelicans í lokaumferðinni, 110-98. Þeir enduðu í 7. sæti, fyrir neðan Portland Trail Blazers sem unnu 132-116 sigur á Denver Nuggets.

Segir Lakers vera að ná vopnum sínum
LeBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers en fór svo meiddur af velli í fjórða leikhluta, eftir að hafa lent með annan fótinn á fæti Nickeil Alexander-Walker. James fullyrti þó að það yrði í lagi með sig og vonandi fyrir Lakers að hann verði klár í slaginn gegn Stephen Curry og félögum í Golden State á miðvikudaginn. Hann fullyrti að svo yrði.
James viðurkenndi að Lakers hefðu viljað gera betur í vetur en meiðsli hans og Anthony Davis hafa sett stórt strik í reikninginn.
„Ég spái ekkert í því í hvaða sæti við förum inn í úrslitakeppnina. Það skiptir ekki máli. Auðvitað hefðum við viljað spila mun betur á þessari leiktíð en meiðsli gerðu liðinu afar erfitt fyrir. Við erum loksins að ná okkur og orðnir aðeins ánægðari með ástandið hjá okkur,“ sagði James.
Úrslitin í gær:
- New York 96-92 Boston
- Toronto 113-125 Indiana
- Washington 115-110 Charlotte
- San Antonio 121-123 Phoenix
- Golden State 113-101 Memphis
- Atlanta 124-95 Houston
- Brooklyn 123-109 Cleveland
- Philadelphia 128-117 Orlando
- Detroit 107-120 Miami
- Chicago 118-112 Milwaukee
- Minnesota 136-121 Dallas
- New Orleans 98-110 LA Lakers
- Oklahoma 117-112 LA Clippers
- Portland 132-116 Denver
- Sacramento 99-121 Utah