Sér ekki fram á að árásum linni Sylvía Hall skrifar 16. maí 2021 21:04 Benjamin Netanyahu segir Ísraela einungis vera að verja sig og að árásum sé beint að Hamas. Óbreyttir borgarar eru þó í meirihluta þeirra sem hafa fallið. Getty/Artur Widak Forsætisráðherra Ísrael segir árásir Ísraelshers halda áfram og að hann sjái ekki fram á að þeim linni í bráð. Ísrael sé einungis að verjast árásum Hamas og markmiðið sé að fella liðsmenn samtakanna, sem að hans mati séu að nota óbreytta borgara sem skildi. Mikið mannfall hefur orðið á Gasasvæðinu vegna árása Ísraelshers en í það minnsta 188 Palestínumenn hafa látið lífið, þar á meðal 55 börn. Mannfallið er því mun hærra en það sem hefur orðið í Ísrael, en þar hafa átta látist. „Ég held að öll lönd hafi rétt til þess að verja sig. Náttúrulegan sjálfsvarnarrétt,“ sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra í viðtali við Face The Nation á CBS í dag. „Við erum að einblína á hryðjuverkasamtök sem beina árásum sínum á óbreytta borgara okkar en fela sig á bak við sína eigin.“ Hann segir að átökin „muni taka tíma“ og kippir sér lítið upp við ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar, sem vitnað er til á vef Financial Times, sagði hann alltaf vera þrýsting; „en heilt yfir erum við að fá alvöru stuðning, fyrst og fremst frá Bandaríkjunum.“ Loftskeyti Ísraela hafa jafnað margar stærstu byggingar Gasasvæðisins við jörðu, þar á meðal skrifstofur og íbúðarhúsnæði. Í gærnótt var bygging sem hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera sprengd í loft upp. Blaðamenn og aðrir starfsmenn fengu skamman tíma til að forða sér, en ísraelski herinn fullyrðir að í byggingunni hafi verið eignir Hamas-liða. Video of inside the press offices of the Associated Press and AlJazeera before the Gaza building was levelled to the ground. Journalists trying to grab precious and valuable equipment in short period. pic.twitter.com/Bi14stu49M— Bessma Momani (@b_momani) May 15, 2021 „Gjörsamlega hræðilegt“ Víða um heim hefur mótmælt vegna loftárásanna og leiðtogar heimsins kallað eftir því að átökum linni á svæðinu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði stöðuna „gjörsamlega hræðilega“ og sagði nauðsynlegt að árásum yrði hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag og sagði Antonio Guterres að Sameinuðu þjóðirnar væru að taka virkan þátt í því að hvetja báðar þjóðir til vopnahlés. Bandaríkin sögðust hafa lýst því yfir við bæði Ísrael og Palestínu að þau séu tilbúin að bjóða fram stuðning, ef aðilar sættast á vopnahlé. „Bandaríkin hafa unnið sleitulaust í gegnum diplómatískar leiðir að binda enda á þessa deilu,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Því við trúum því að Ísraelar og Palestínumenn eigi jafnan rétt til þess að búa við öryggi.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00 Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Mikið mannfall hefur orðið á Gasasvæðinu vegna árása Ísraelshers en í það minnsta 188 Palestínumenn hafa látið lífið, þar á meðal 55 börn. Mannfallið er því mun hærra en það sem hefur orðið í Ísrael, en þar hafa átta látist. „Ég held að öll lönd hafi rétt til þess að verja sig. Náttúrulegan sjálfsvarnarrétt,“ sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra í viðtali við Face The Nation á CBS í dag. „Við erum að einblína á hryðjuverkasamtök sem beina árásum sínum á óbreytta borgara okkar en fela sig á bak við sína eigin.“ Hann segir að átökin „muni taka tíma“ og kippir sér lítið upp við ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar, sem vitnað er til á vef Financial Times, sagði hann alltaf vera þrýsting; „en heilt yfir erum við að fá alvöru stuðning, fyrst og fremst frá Bandaríkjunum.“ Loftskeyti Ísraela hafa jafnað margar stærstu byggingar Gasasvæðisins við jörðu, þar á meðal skrifstofur og íbúðarhúsnæði. Í gærnótt var bygging sem hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera sprengd í loft upp. Blaðamenn og aðrir starfsmenn fengu skamman tíma til að forða sér, en ísraelski herinn fullyrðir að í byggingunni hafi verið eignir Hamas-liða. Video of inside the press offices of the Associated Press and AlJazeera before the Gaza building was levelled to the ground. Journalists trying to grab precious and valuable equipment in short period. pic.twitter.com/Bi14stu49M— Bessma Momani (@b_momani) May 15, 2021 „Gjörsamlega hræðilegt“ Víða um heim hefur mótmælt vegna loftárásanna og leiðtogar heimsins kallað eftir því að átökum linni á svæðinu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði stöðuna „gjörsamlega hræðilega“ og sagði nauðsynlegt að árásum yrði hætt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag og sagði Antonio Guterres að Sameinuðu þjóðirnar væru að taka virkan þátt í því að hvetja báðar þjóðir til vopnahlés. Bandaríkin sögðust hafa lýst því yfir við bæði Ísrael og Palestínu að þau séu tilbúin að bjóða fram stuðning, ef aðilar sættast á vopnahlé. „Bandaríkin hafa unnið sleitulaust í gegnum diplómatískar leiðir að binda enda á þessa deilu,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Því við trúum því að Ísraelar og Palestínumenn eigi jafnan rétt til þess að búa við öryggi.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00 Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03 Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. 16. maí 2021 18:00
Minnst 33 féllu í mannskæðustu loftárásunum hingað til Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Talið er að tugir séu fastir í rústum húsa á Gasa og björgunarsveitarmenn segjast heyra öskur úr rústum húsa sem hrundu. 16. maí 2021 12:03
Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. 16. maí 2021 08:01