„Þegar það gerist reyni ég að ýta honum af mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2021 16:20 Birta fer yfir áfallasögu sína í viðtali við þær Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpinu Eigin konur. Birta Blanco er 23 ára kona og lýsir hún erfiðum uppvexti þar sem hún fór milli fósturforeldra og móður á víxl í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Eigin konur. Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ræða við hana en Birta varð fyrir kynferðisofbeldi strax á ungaaldri. Birta var að flytja til ömmu sinnar fimmtán ára gömul vegna þeirra aðstæðna sem hún bjó við. Hún varð ólétt sautján ára og eignaðist þá dóttur sína Anastasíu þegar hún bjó á Akranesi. Stuttu síðar eignast hún aðra stúlku með öðrum manni. Faðir hennar er með fullt forræði yfir því barni og býr hann í Danmörku. Í viðtalinu segir Birta að það hafi verið erfitt að vera ung móðir og fólk hafi notfært sér það hversu undirgefin hún var. Birta hefur orðið fyrir mörgum áföllum í sínum lífi. „Ég var að vinna á leikskóla og þar var samstarfsmaður minn að beita mig kynferðislegri áreitni og nauðgaði mér síðan heima hjá mér. Ég hætti að mæta í vinnuna og sagði yfirmönnum frá þessu. Hann var strax rekinn. Eftir þetta fékk á þessa áráttu að taka mikið til. Ég vaknaði klukkan sex á morgnanna, tók til og fór með stelpurnar á leikskólann og hélt síðan áfram að taka til þangað til ég þurfti að sækja þær aftur. Svo gerist það að ég lamast fyrir framan sjónvarpið eitt kvöld og rétt svo næ að hringja í sjúkrabíl. Ég vissi ekki hvað var í gangi en þá var þetta ofsakvíði.“ Fór út í vændi Birta segist hafa sótt um endurhæfingu í Virk eftir atvikið og er hún þar enn í dag en atvikið átti sér stað í fyrra. Þegar Birta var um tvítugt leiddist hún út í vændi. „Eftir öll þessi áföll og ég var alein og þurfti bara pening. Hvernig á ég að halda þessari íbúð? Ég bara gerði þetta, stofnaði aðgang inn á Einkamál,“ segir Birta sem segist hafa fengið mörg skilaboð á dag, frá bæði karlmönnum og konum. „Reynslan mín var þannig lagað bara góð, ég var mjög heppin og hitti bara gaura sem voru mjög næs við mig og sýndu mér virðingu,“ segir Birta en bætir við að hún hafi ekki endilega verið búin að setja nægilega skýr mörk gagnvart sínum kúnnum og sér hún eftir því. „Þetta er bara allur aldur, giftir og ógiftir menn. Þetta eru líka konur sem eru yfirleitt í eldri kantinum. Ég hitti einu sinni konu sem var ógeðslega sæt og algjör dúlla. Hún var ekkja,“ segir Birta sem varð ekki fyrir ofbeldi í tengslum við vændið. „Ég var ógeðslega heppin og í raun ótrúlegt.“ Birta ákvað samt sem áður að hætta í vændi og snúa sér að Only Fans í fyrra. „Þetta gengur bara mjög vel. Þetta fer rosalega mikið upp og niður. Ég lendi í öðru áfalli í desember og hætti þá að vinna í tvo mánuði,“ segir Birta sem varð þá fyrir annarri nauðgun. Tók myndir á meðan „Ég þekki mann sem er ljósmyndari og hann fór að tala við mig hvort ég vildi myndatöku og ég samþykkti það. Hann bara nýtti sér það. Ég fer til hans og vil bara venjulegar tísmyndir í fötum. Ég finn bara hvað hann er byrjaður að vera óþægilegur í kringum mig meðan hann er að taka myndir. Hann byrjar lítið og er að kyssa á mér hendurnar og þá fer ég í hugarróf og hugsa, shit ekki aftur. Hann segir við mig, þú mátt fara úr fötunum, það á eftir að borga mikið betur ef þú gerir það. Ég fer bara úr og hann kemur með einhverja dýnu og setur á gólfið. Þarna hugsa ég, hann er að fara nauðga mér, þessi gæi. Næsta sem ég man er að ég horfi upp í loftið og sé rautt ljós í loftinu og held að hann sé að taka þetta upp. Hann var ekki að gera það, en þegar það gerist reyni ég að ýta honum af mér en svo þori ég því ekki og hætti við og hann bara klárar, og er að taka myndir á meðan.“ Eftir nauðgunina tók Birta upp dótið sitt og fór. Birta segir að þegar hún fari í það sem hún kallar hugarróf þá leiki hún með. „Ég er búin að þekkja þennan mann í nokkur ár, en þori ekki að kæra. Ég ætla ekki nálægt þessum manni aftur. Ég fékk þessar myndir sendar en ég gerði ekkert með þær. Hann hefur reynt að hafa samband en ég er búin að blokka hann alls staðar og get hann ekki.“ Eftir þetta áfall fór Birta í áfallameðferð á Klepp. „Ég var bara að hætta, eða ég ákvað að hætta.“ Í þættinum hér að neðan fer Birta nánar út í Only Fans umræðuna en þar kemur fram að stór partur af hennar fjölskyldu tali ekki við hana í dag út af Only Fans starfsins. Kynferðisofbeldi Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ræða við hana en Birta varð fyrir kynferðisofbeldi strax á ungaaldri. Birta var að flytja til ömmu sinnar fimmtán ára gömul vegna þeirra aðstæðna sem hún bjó við. Hún varð ólétt sautján ára og eignaðist þá dóttur sína Anastasíu þegar hún bjó á Akranesi. Stuttu síðar eignast hún aðra stúlku með öðrum manni. Faðir hennar er með fullt forræði yfir því barni og býr hann í Danmörku. Í viðtalinu segir Birta að það hafi verið erfitt að vera ung móðir og fólk hafi notfært sér það hversu undirgefin hún var. Birta hefur orðið fyrir mörgum áföllum í sínum lífi. „Ég var að vinna á leikskóla og þar var samstarfsmaður minn að beita mig kynferðislegri áreitni og nauðgaði mér síðan heima hjá mér. Ég hætti að mæta í vinnuna og sagði yfirmönnum frá þessu. Hann var strax rekinn. Eftir þetta fékk á þessa áráttu að taka mikið til. Ég vaknaði klukkan sex á morgnanna, tók til og fór með stelpurnar á leikskólann og hélt síðan áfram að taka til þangað til ég þurfti að sækja þær aftur. Svo gerist það að ég lamast fyrir framan sjónvarpið eitt kvöld og rétt svo næ að hringja í sjúkrabíl. Ég vissi ekki hvað var í gangi en þá var þetta ofsakvíði.“ Fór út í vændi Birta segist hafa sótt um endurhæfingu í Virk eftir atvikið og er hún þar enn í dag en atvikið átti sér stað í fyrra. Þegar Birta var um tvítugt leiddist hún út í vændi. „Eftir öll þessi áföll og ég var alein og þurfti bara pening. Hvernig á ég að halda þessari íbúð? Ég bara gerði þetta, stofnaði aðgang inn á Einkamál,“ segir Birta sem segist hafa fengið mörg skilaboð á dag, frá bæði karlmönnum og konum. „Reynslan mín var þannig lagað bara góð, ég var mjög heppin og hitti bara gaura sem voru mjög næs við mig og sýndu mér virðingu,“ segir Birta en bætir við að hún hafi ekki endilega verið búin að setja nægilega skýr mörk gagnvart sínum kúnnum og sér hún eftir því. „Þetta er bara allur aldur, giftir og ógiftir menn. Þetta eru líka konur sem eru yfirleitt í eldri kantinum. Ég hitti einu sinni konu sem var ógeðslega sæt og algjör dúlla. Hún var ekkja,“ segir Birta sem varð ekki fyrir ofbeldi í tengslum við vændið. „Ég var ógeðslega heppin og í raun ótrúlegt.“ Birta ákvað samt sem áður að hætta í vændi og snúa sér að Only Fans í fyrra. „Þetta gengur bara mjög vel. Þetta fer rosalega mikið upp og niður. Ég lendi í öðru áfalli í desember og hætti þá að vinna í tvo mánuði,“ segir Birta sem varð þá fyrir annarri nauðgun. Tók myndir á meðan „Ég þekki mann sem er ljósmyndari og hann fór að tala við mig hvort ég vildi myndatöku og ég samþykkti það. Hann bara nýtti sér það. Ég fer til hans og vil bara venjulegar tísmyndir í fötum. Ég finn bara hvað hann er byrjaður að vera óþægilegur í kringum mig meðan hann er að taka myndir. Hann byrjar lítið og er að kyssa á mér hendurnar og þá fer ég í hugarróf og hugsa, shit ekki aftur. Hann segir við mig, þú mátt fara úr fötunum, það á eftir að borga mikið betur ef þú gerir það. Ég fer bara úr og hann kemur með einhverja dýnu og setur á gólfið. Þarna hugsa ég, hann er að fara nauðga mér, þessi gæi. Næsta sem ég man er að ég horfi upp í loftið og sé rautt ljós í loftinu og held að hann sé að taka þetta upp. Hann var ekki að gera það, en þegar það gerist reyni ég að ýta honum af mér en svo þori ég því ekki og hætti við og hann bara klárar, og er að taka myndir á meðan.“ Eftir nauðgunina tók Birta upp dótið sitt og fór. Birta segir að þegar hún fari í það sem hún kallar hugarróf þá leiki hún með. „Ég er búin að þekkja þennan mann í nokkur ár, en þori ekki að kæra. Ég ætla ekki nálægt þessum manni aftur. Ég fékk þessar myndir sendar en ég gerði ekkert með þær. Hann hefur reynt að hafa samband en ég er búin að blokka hann alls staðar og get hann ekki.“ Eftir þetta áfall fór Birta í áfallameðferð á Klepp. „Ég var bara að hætta, eða ég ákvað að hætta.“ Í þættinum hér að neðan fer Birta nánar út í Only Fans umræðuna en þar kemur fram að stór partur af hennar fjölskyldu tali ekki við hana í dag út af Only Fans starfsins.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira