Möguleiki á þriðja enska úrslitaleiknum í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:15 Christian Pulisic skoraði mark Chelsea í fyrri leiknum gegn Real Madrid. Það gæti reynst gulls ígildi í kvöld. getty/Gonzalo Arroyo Það kemur í ljós í kvöld hvort Real Madrid kemst í sautjánda sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eða Chelsea mæti Manchester City í enskum úrslitaleik á Atatürk leikvanginum í Istanbúl 29. maí. Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira