Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 10:45 Sigmar Vilhjálmsson segir að enginn geti sett sig í spor Sölva Tryggvasonar þessa stundina. Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. „Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva
Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira