Russell Westbrook var með 21 frákast og 24 stoðsendingar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 07:31 Russell Westbrook skilaði rosalegri þrennu í sigri Washington Wizards í NBA deildinni í nótt. AP/Alex Brandon Russell Westbrook bauð upp á sögulegar tröllatölur í sigri Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Steph Curry átti enn einn stórleikinn og Los Angeles Lakers vann loksins og það án LeBrons James. Russell Westbrook skoraði kannski bara 14 stig í 154-141 sigri Washington Wizards á Indiana Pacers en kappinn var með 21 fráköst og 24 stoðsendingar. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur náð fleiri en einum leik með 20 fráköst og 20 stoðsendingar. Hann komst þar fram úr Wilt Chamberlain sem er sá ein sem hefur náð því einu sinni. Þetta var 32. þrenna Westbrook á tímabilinu og 178 þrennan hans á NBA-ferlinum. Russell Westbrook vantar nú aðeins þrjár til að jafna metið hans Oscars Robertson yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar. 14 points Career-high 21 rebounds Career-high tying 24 ASSISTS@russwest44 erupts in the @WashWizards win, putting him 4 triple-doubles away from most all-time! pic.twitter.com/CMtXW0WdbR— NBA (@NBA) May 4, 2021 Það er ekki nóg með það því þessar risatölur tryggja það að Russell Westbrook verður með þrennu að meðaltali á tímabilinu og er þetta fjórða leiktíðin sem hann nær því. Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því og það bara einu sinni. Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62. „Leikstjórnendur gera bara ekki það sem hann gerir. Hann er ekki venjulegur og þeir eru ekki byggðir svona,“ sagði þjálfari hans Scott Brooks. „Það er kannski einhver sem skýtur boltanum betur og það eru einhverjir sem gera einhverja hluti betur en hann. Það er hins vegar enginn í sögu leiksins sem getur fyllt út tölfræðiblaðið eins og hann,“ sagði Brooks. „Ég sagði alltaf að hann muni líklega enda sem þriðji besti leikstjórnandi sögunnar en ég held að hann sé kominn fram úr einum. Hann mun líklega enda sem sá annar besti og númer eitt er auðvitað Magic [Johnson]. Hann er ekki metinn af verðleikum,“ sagði Scott Brooks um Russell Westbrook. Sigurinn þýðir að Washington Wizards liðið er aðeins einum og hálfum sigri á eftir Indiana Pacers en liðið eru í 9. og 10. sæti í Austurdeildinni. Liðin í sjöunda til tíunda sæti fara í umspilið um sætið í úrslitakeppninni. Draymond Green posts a triple-double in the @warriors win and becomes Marvel's first #ArenaOfHeroes champion with a game-high 48 Hero Points! @Money23Green: 10 PTS, 13 REB, 15 AST pic.twitter.com/wBVUZNeLEw— NBA (@NBA) May 4, 2021 Stephen Curry er ekkert að kólna mikið niður en hann var með 41 stig þegar Golden State Warriors vann 123-108 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagi hans Draymond Green bauð líka upp á þrennu en hann var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 13 fráköst. Þetta var mikilvægur sigur í baráttu Golden State Warriors fyrir sæti í úrslitakeppninni. Another 40+ point outing for Steph!41 PTS | 8 3PM | 8 AST pic.twitter.com/9urFYBIDia— NBA (@NBA) May 4, 2021 Andrew Wiggins skoraði 26 stig fyrir Golden State en Zion Williamson var með 32 stig fyrir heimamenn og Brandon Ingram skoraði 19 stig. Pelicans þurfti á sigri að halda en var komið 20 stigum undir í fyrsta leikhlutanum þar sem umræddur Stephen Curry skoraði 17 stig. Golden State er í tíunda og síðasta sætinu sem gefur sæti í umspilinu í Vesturdeildinni og náði með þessum sigri fjögurra sigra forskot á New Orleans Pelicans þegar aðeins sjö leikir eru eftir. 25 PTS and the game-clinching block for @AntDavis23 in the @Lakers W vs. Denver! #LakeShow pic.twitter.com/Wup4et8mMA— NBA (@NBA) May 4, 2021 Anthony Davis skoraði 25 stig þegar Los Angeles Lakers endaði þriggja leikja taphrinu með 93-89 sigri á Denver Nuggets. LeBron James var hvíldur í leiknum en Lakers hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að hann kom til baka. Talen Horton-Tucker innsiglaði sigur Lakers með körfu 15,1 sekúndu fyrir leikslok en Nuggets hafði unnið upp forskot Lakers á lokamínútunum. Nikola Jokic skoraði 32 stig fyrir Denver. @drose puts up a season-high 25 off the @nyknicks bench! pic.twitter.com/nSzykxQPAS— NBA (@NBA) May 4, 2021 Melo drops 14 PTS en route to moving into 10th on the all-time scoring list! pic.twitter.com/DkKjMJJAl9— NBA (@NBA) May 4, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 154-141 Detriot Pistons - Orlando Magic 112-119 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-123 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 93-89 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 123-114 Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 94-106 Memphis Grizzlies - New York Knicks 104-118 Utah Jazz - San Antonio Spurs 110-99 The @utahjazz move back atop the West!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/dOMm8a5ajR— NBA (@NBA) May 4, 2021 NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Russell Westbrook skoraði kannski bara 14 stig í 154-141 sigri Washington Wizards á Indiana Pacers en kappinn var með 21 fráköst og 24 stoðsendingar. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur náð fleiri en einum leik með 20 fráköst og 20 stoðsendingar. Hann komst þar fram úr Wilt Chamberlain sem er sá ein sem hefur náð því einu sinni. Þetta var 32. þrenna Westbrook á tímabilinu og 178 þrennan hans á NBA-ferlinum. Russell Westbrook vantar nú aðeins þrjár til að jafna metið hans Oscars Robertson yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar. 14 points Career-high 21 rebounds Career-high tying 24 ASSISTS@russwest44 erupts in the @WashWizards win, putting him 4 triple-doubles away from most all-time! pic.twitter.com/CMtXW0WdbR— NBA (@NBA) May 4, 2021 Það er ekki nóg með það því þessar risatölur tryggja það að Russell Westbrook verður með þrennu að meðaltali á tímabilinu og er þetta fjórða leiktíðin sem hann nær því. Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því og það bara einu sinni. Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62. „Leikstjórnendur gera bara ekki það sem hann gerir. Hann er ekki venjulegur og þeir eru ekki byggðir svona,“ sagði þjálfari hans Scott Brooks. „Það er kannski einhver sem skýtur boltanum betur og það eru einhverjir sem gera einhverja hluti betur en hann. Það er hins vegar enginn í sögu leiksins sem getur fyllt út tölfræðiblaðið eins og hann,“ sagði Brooks. „Ég sagði alltaf að hann muni líklega enda sem þriðji besti leikstjórnandi sögunnar en ég held að hann sé kominn fram úr einum. Hann mun líklega enda sem sá annar besti og númer eitt er auðvitað Magic [Johnson]. Hann er ekki metinn af verðleikum,“ sagði Scott Brooks um Russell Westbrook. Sigurinn þýðir að Washington Wizards liðið er aðeins einum og hálfum sigri á eftir Indiana Pacers en liðið eru í 9. og 10. sæti í Austurdeildinni. Liðin í sjöunda til tíunda sæti fara í umspilið um sætið í úrslitakeppninni. Draymond Green posts a triple-double in the @warriors win and becomes Marvel's first #ArenaOfHeroes champion with a game-high 48 Hero Points! @Money23Green: 10 PTS, 13 REB, 15 AST pic.twitter.com/wBVUZNeLEw— NBA (@NBA) May 4, 2021 Stephen Curry er ekkert að kólna mikið niður en hann var með 41 stig þegar Golden State Warriors vann 123-108 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagi hans Draymond Green bauð líka upp á þrennu en hann var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 13 fráköst. Þetta var mikilvægur sigur í baráttu Golden State Warriors fyrir sæti í úrslitakeppninni. Another 40+ point outing for Steph!41 PTS | 8 3PM | 8 AST pic.twitter.com/9urFYBIDia— NBA (@NBA) May 4, 2021 Andrew Wiggins skoraði 26 stig fyrir Golden State en Zion Williamson var með 32 stig fyrir heimamenn og Brandon Ingram skoraði 19 stig. Pelicans þurfti á sigri að halda en var komið 20 stigum undir í fyrsta leikhlutanum þar sem umræddur Stephen Curry skoraði 17 stig. Golden State er í tíunda og síðasta sætinu sem gefur sæti í umspilinu í Vesturdeildinni og náði með þessum sigri fjögurra sigra forskot á New Orleans Pelicans þegar aðeins sjö leikir eru eftir. 25 PTS and the game-clinching block for @AntDavis23 in the @Lakers W vs. Denver! #LakeShow pic.twitter.com/Wup4et8mMA— NBA (@NBA) May 4, 2021 Anthony Davis skoraði 25 stig þegar Los Angeles Lakers endaði þriggja leikja taphrinu með 93-89 sigri á Denver Nuggets. LeBron James var hvíldur í leiknum en Lakers hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að hann kom til baka. Talen Horton-Tucker innsiglaði sigur Lakers með körfu 15,1 sekúndu fyrir leikslok en Nuggets hafði unnið upp forskot Lakers á lokamínútunum. Nikola Jokic skoraði 32 stig fyrir Denver. @drose puts up a season-high 25 off the @nyknicks bench! pic.twitter.com/nSzykxQPAS— NBA (@NBA) May 4, 2021 Melo drops 14 PTS en route to moving into 10th on the all-time scoring list! pic.twitter.com/DkKjMJJAl9— NBA (@NBA) May 4, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 154-141 Detriot Pistons - Orlando Magic 112-119 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-123 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 93-89 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 123-114 Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 94-106 Memphis Grizzlies - New York Knicks 104-118 Utah Jazz - San Antonio Spurs 110-99 The @utahjazz move back atop the West!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/dOMm8a5ajR— NBA (@NBA) May 4, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 154-141 Detriot Pistons - Orlando Magic 112-119 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-123 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 93-89 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 123-114 Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 94-106 Memphis Grizzlies - New York Knicks 104-118 Utah Jazz - San Antonio Spurs 110-99
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira