„Kom rosalega auðveldlega til mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2021 16:31 Selma fór um víðan völl í viðtalinu við þau Svavar Örn og Evu Laufey. Selma Björnsdóttir frumflutti nýtt lag í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þetta er fyrsta lagið sem Selma gefur út í tíu ár. Í viðtalinu fór Selma einnig yfir síðastliðið ár sem var aðeins öðruvísi hjá henni vegna samkomutakmarkana. Hún hafði samt sem áður nóg að gera og var til að mynda að vinna umtalsvert fyrir Netflix, hún sá um leikaraval fyrir Ófærð 3 og Kötlu. Selma lék einnig í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin. Í framhaldinu kviknaði hugmyndin að gleðileiknum Bíddu bara. „Þetta lag samdi ég um leið og við vorum búnar að ákveða að semja sjálfar,“ segir Selma. Selma, Björk Jakobsdóttir og Salka Sól Eyfeld sömdu gleðileikinn, bæði handrit og lögin. Ekkert gefið út í tíu ár „Við sömdum öll lögin sjálf og fengum Karl Olgeirsson með okkur. Ég settist niður með ukulele-ið mitt og ákvað að semja. Ég hef ekki gefið neitt út í tíu ár og hef meira og minna verið í leikhúsinu. Það var eitt af markmiðunum sem ég setti mér fyrir þetta ár, að gefa út nokkur lög.“ Selma segir að það hafi því verið frábært að fá pressuna að verða semja fyrir leiksýninguna. „Lagið kom rosalega auðveldlega til mín og í raun bara í einni beit.“ Lagið heitir Undir stjörnum en hér að ofan má hlusta á lagið. Að neðan er spjallið við Selmu í heild sinni. Undir lokin mætti Hvítvínskonan sjálf og ræddi við þáttastjórnendur og Selmu. Óhætt er að segja að samtalið hafi breyst með komu Hjálmars Arnar grínista í hlutverki hvítvínsdrekkandi konu. Tónlist Leikhús Bakaríið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Í viðtalinu fór Selma einnig yfir síðastliðið ár sem var aðeins öðruvísi hjá henni vegna samkomutakmarkana. Hún hafði samt sem áður nóg að gera og var til að mynda að vinna umtalsvert fyrir Netflix, hún sá um leikaraval fyrir Ófærð 3 og Kötlu. Selma lék einnig í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin. Í framhaldinu kviknaði hugmyndin að gleðileiknum Bíddu bara. „Þetta lag samdi ég um leið og við vorum búnar að ákveða að semja sjálfar,“ segir Selma. Selma, Björk Jakobsdóttir og Salka Sól Eyfeld sömdu gleðileikinn, bæði handrit og lögin. Ekkert gefið út í tíu ár „Við sömdum öll lögin sjálf og fengum Karl Olgeirsson með okkur. Ég settist niður með ukulele-ið mitt og ákvað að semja. Ég hef ekki gefið neitt út í tíu ár og hef meira og minna verið í leikhúsinu. Það var eitt af markmiðunum sem ég setti mér fyrir þetta ár, að gefa út nokkur lög.“ Selma segir að það hafi því verið frábært að fá pressuna að verða semja fyrir leiksýninguna. „Lagið kom rosalega auðveldlega til mín og í raun bara í einni beit.“ Lagið heitir Undir stjörnum en hér að ofan má hlusta á lagið. Að neðan er spjallið við Selmu í heild sinni. Undir lokin mætti Hvítvínskonan sjálf og ræddi við þáttastjórnendur og Selmu. Óhætt er að segja að samtalið hafi breyst með komu Hjálmars Arnar grínista í hlutverki hvítvínsdrekkandi konu.
Tónlist Leikhús Bakaríið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira