Hafa borið kennsl á 32 hinna látnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 13:48 Minnst 45 létust í slysinu. EPA-EFE/ATEF SAFADI Kennsl hafa verið borin á 32 þeirra sem létust í átroðningi á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í fyrrakvöld. Minnst 45 létust í slysinu og á annað hundrað særðust. Hlé var gert á vinnunni við að bera kennsl á líkin í gærkvöldi, vegna Sabbath sem er heilagur hvíldardagur Gyðinga. Gert er ráð fyrir að vinna við að bera kennsl á hina látnu haldi áfram eftir sólsetur í kvöld að því er fram kemur í frétt BBC. Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Talið er að nokkrir hinna látnu hafi verið erlendir ríkisborgarar, meðal annars Bandaríkjamenn og þá er 24 ára gamall Breti sagður meðal hinna látnu. Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur sagt að hugsanlega þurfi að greina bæði fingraför og tennur til að bera kennsl á hina látnu. Þjóðarsorg var lýst yfir í Ísrael vegna slyssins. Ísrael Trúmál Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Hlé var gert á vinnunni við að bera kennsl á líkin í gærkvöldi, vegna Sabbath sem er heilagur hvíldardagur Gyðinga. Gert er ráð fyrir að vinna við að bera kennsl á hina látnu haldi áfram eftir sólsetur í kvöld að því er fram kemur í frétt BBC. Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Talið er að nokkrir hinna látnu hafi verið erlendir ríkisborgarar, meðal annars Bandaríkjamenn og þá er 24 ára gamall Breti sagður meðal hinna látnu. Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur sagt að hugsanlega þurfi að greina bæði fingraför og tennur til að bera kennsl á hina látnu. Þjóðarsorg var lýst yfir í Ísrael vegna slyssins.
Ísrael Trúmál Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16
Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49