Sá Táslu á Facebook ellefu árum eftir hvarfið: „Finnst ég svífa um á skýi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2021 17:05 Við nánari skoðun fór ekki milli mála að um Táslu var að ræða. Villikettir Sjálfboðaliðar Villikatta ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar kattareigandi gerði tilkall til læðu sem var í umsjá félagsins. Tásla týndist árið 2009 og var eigandinn búinn að gefa upp alla von um að sjá hana aftur. Það breyttist þegar ljósmynd Villikatta af kunnuglegum ketti birtist óvænt í fréttaveitunni hennar á Facebook. „Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021 Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021
Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira