Sá Táslu á Facebook ellefu árum eftir hvarfið: „Finnst ég svífa um á skýi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2021 17:05 Við nánari skoðun fór ekki milli mála að um Táslu var að ræða. Villikettir Sjálfboðaliðar Villikatta ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar kattareigandi gerði tilkall til læðu sem var í umsjá félagsins. Tásla týndist árið 2009 og var eigandinn búinn að gefa upp alla von um að sjá hana aftur. Það breyttist þegar ljósmynd Villikatta af kunnuglegum ketti birtist óvænt í fréttaveitunni hennar á Facebook. „Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021 Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira
„Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021
Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira