Opinber framlög til þróunarsamvinnu aldrei hærri Heimsljós 26. apríl 2021 12:23 Unicef Alls námu framlög af þróunarfé til COVID-19 aðgerða um 12 milljörðum dala af þeim 161 milljarði bandaríkjadala sem lagðir voru til þróunarsamvinnu á síðasta ári. Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum voru þau hæstu í sögunni á síðasta ári og námu rúmlega 161 milljarði bandarískra dala. Samkvæmt gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hækkuðu framlög að raunvirði um 3,5 prósent milli ára, að mestu leyti vegna sérstakra framlaga í tengslum við aðgerðir gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls námu framlög af þróunarfé til COVID-19 aðgerða um 12 milljörðum dala. Sextán þjóðir innan OECD hækkuðu opinber framlög til þróunarsamvinnu, þar á meðal Ísland, en þrettán þjóðir lækkuðu framlögin. José Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD segir að framlagsríki þurfi að styðja við bakið á þróunarríkjum með dreifingu bóluefnis, tryggja þjónustu sjúkrahúsa, ásamt því að tryggja afkomu viðkvæmustu samfélagshópanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent
Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum voru þau hæstu í sögunni á síðasta ári og námu rúmlega 161 milljarði bandarískra dala. Samkvæmt gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hækkuðu framlög að raunvirði um 3,5 prósent milli ára, að mestu leyti vegna sérstakra framlaga í tengslum við aðgerðir gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls námu framlög af þróunarfé til COVID-19 aðgerða um 12 milljörðum dala. Sextán þjóðir innan OECD hækkuðu opinber framlög til þróunarsamvinnu, þar á meðal Ísland, en þrettán þjóðir lækkuðu framlögin. José Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD segir að framlagsríki þurfi að styðja við bakið á þróunarríkjum með dreifingu bóluefnis, tryggja þjónustu sjúkrahúsa, ásamt því að tryggja afkomu viðkvæmustu samfélagshópanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent