Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 09:00 Joan Laporta var kjörinn forseti Barcelona á dögunum og snýr því aftur í sitt gamla starf. EPA-EFE/Alejandro Garcia Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. Joan Laporta, forseti Barcelona, er ekki búinn að gefa Ofurdeildina upp á bátinn þrátt fyrir slæmar fréttir af brottfalli liða úr henni. Hann segir þó að félagsmenn Barcelona muni ráða því hvað Barcelona gerir á endanum. Barcelona var einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar og hefur ekki dregið sig út úr henni eins og ensku liðin sex sem dæmi. Alls hafa átta félög hætt við þátttöku og flestir spekingar og fjölmiðlamenn hafa talið eins og að Ofurdeildin sé dauð. Barcelona's President Joan Laporta believes the European Super League is a 'necessity' pic.twitter.com/lA8qltIqMx— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Joan Laporta hjá Barcelona og kollegi hans Florentino Perez eru þó enn að reyna að sannfæra menn um Ofurdeildin sé enn möguleiki og í raun nauðsynleg fyrir fótboltann. „Við vorum með sæti og eigum það ennþá. Við viljum útskýra okkar afstöðu,“ sagði Joan Laporta við TV3 en ESPN segir frá. „Okkar afstaða er sú að við viljum fara varlega en að Ofurdeildin sé nauðsynleg. Að sama skapi munu félagsmenn okkar ráða því hvað við gerum á endanum,“ sagði Laporta. Barça president Joan Laporta to TV3: The #SuperLeague project is still there. We're open to having a dialogue with UEFA. There has to be an attractive competition based on sporting merits too. I think there will be an agreement... . #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2021 „Það er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að stóru liðin, miðað við hvað þau búa til mikið af tekjunum, að við höfum eitthvað að segja með það hvernig tekjunum sé skipt niður. Við teljum það líka mikilvægt að þetta verði aðlaðandi keppni byggð á íþróttagildum,“ sagði Laporta. „Við viljum verja deildirnar heima fyrir og erum því alltaf tilbúnir í viðræður við UEFA. Það er okkar forsenda. Allir vilja gera fótboltann betri og við höfum allt til alls til að gera hann að frábæru sjónarspili. Ef stóru liðin hafa ekki þessi fjárráð þá mun fótboltinn skaðast,“ sagði Joan Laporta. Spænski boltinn Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona, er ekki búinn að gefa Ofurdeildina upp á bátinn þrátt fyrir slæmar fréttir af brottfalli liða úr henni. Hann segir þó að félagsmenn Barcelona muni ráða því hvað Barcelona gerir á endanum. Barcelona var einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar og hefur ekki dregið sig út úr henni eins og ensku liðin sex sem dæmi. Alls hafa átta félög hætt við þátttöku og flestir spekingar og fjölmiðlamenn hafa talið eins og að Ofurdeildin sé dauð. Barcelona's President Joan Laporta believes the European Super League is a 'necessity' pic.twitter.com/lA8qltIqMx— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Joan Laporta hjá Barcelona og kollegi hans Florentino Perez eru þó enn að reyna að sannfæra menn um Ofurdeildin sé enn möguleiki og í raun nauðsynleg fyrir fótboltann. „Við vorum með sæti og eigum það ennþá. Við viljum útskýra okkar afstöðu,“ sagði Joan Laporta við TV3 en ESPN segir frá. „Okkar afstaða er sú að við viljum fara varlega en að Ofurdeildin sé nauðsynleg. Að sama skapi munu félagsmenn okkar ráða því hvað við gerum á endanum,“ sagði Laporta. Barça president Joan Laporta to TV3: The #SuperLeague project is still there. We're open to having a dialogue with UEFA. There has to be an attractive competition based on sporting merits too. I think there will be an agreement... . #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2021 „Það er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að stóru liðin, miðað við hvað þau búa til mikið af tekjunum, að við höfum eitthvað að segja með það hvernig tekjunum sé skipt niður. Við teljum það líka mikilvægt að þetta verði aðlaðandi keppni byggð á íþróttagildum,“ sagði Laporta. „Við viljum verja deildirnar heima fyrir og erum því alltaf tilbúnir í viðræður við UEFA. Það er okkar forsenda. Allir vilja gera fótboltann betri og við höfum allt til alls til að gera hann að frábæru sjónarspili. Ef stóru liðin hafa ekki þessi fjárráð þá mun fótboltinn skaðast,“ sagði Joan Laporta.
Spænski boltinn Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira