Leiðin á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Ísland hóf undirbúning sinn fyrir leikina í haust með vináttulandsleikjum við Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ísland tapaði fyrri leiknum 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli en báðir leikirnir fóru fram í Flórens. Getty/Matteo Ciambelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni næsta heimsmeistaramóts. HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022.
Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría.
Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira