Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:01 Florentino Pérez segist ganga gott eitt til með stofnun ofurdeildarinnar. Hann vilji bara bjarga fótboltanum. getty/Diego Souto Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“ Ofurdeildin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“
Ofurdeildin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira