Segir ofurdeildina runna undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarísku eigendanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 11:02 Viðar Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmaður, situr í stjórn ECA. stöð 2 Viðar Halldórsson, formaður FH, sem á sæti í stjórn ECA, Samtökum fótboltafélaga í Evrópu, segir að fréttirnar um stofnun ofurdeildarinnar hafi komið á óvart. Hann segir mjög líklegt að félögunum tólf sem stofnuðu ofurdeildina verði meinuð þátttaka í Meistaradeild Evrópu. „Það er með hreinum ólíkindum hvað hefur gerst á rúmum sólarhring,“ sagði Viðar í samtali við Vísi, í gær, þá nýkominn af fundi hjá ECA þar sem rætt var um ofurdeildina. Félögin tólf sem stofnuðu ofurdeildina hafa sagt sig úr ECA. „Það er ekki lengra síðan en á föstudaginn sem það var stjórnarfundur þar sem menn samþykktu samkomulag milli UEFA, ECA og samtaka deildanna í Evrópu varðandi breytingar á Meistaradeildinni frá 2024 til 2030. Þá sátu allir þessir menn við borðið, allt virtist vera í góðum farvegi og ekkert bjáta á. En svo fóru menn að heyra hluti sem voru svo staðfestir um kvöldið,“ sagði Viðar. Stór sprengja Hann segir að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, og Andrea Agnelli, forseti Juventus og fráfarandi forseti ECA, hafi unnið náið saman þegar kom að breytingum á Meistaradeildinni sem voru kynntar í gær. Agnelli hefur nú stokkið frá borði ECA ásamt forsprökkum hinna ellefu félaganna sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Ceferin fór afar hörðum orðum um Agnelli á blaðamannafundi í gær og sakaði hann um að leika tveimur skjöldum og um ítrekaðar lygar. „Það er búið að kasta inn í sprengju og hún er ekkert lítil. Menn þurfa bara að halda áfram en versta við þetta er það sem menn kalla trúnaðarbrest. Eins og forseti UEFA sagði opinberlega að hann hefði aldrei kynnst eins miklum óheiðarleika eins og kom frá þessum mönnum.“ sagði Viðar. Óvíst hvaða lið spila í undanúrslitunum Hann segir að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar á næstu vikum varðandi mál ofurdeildarinnar. „Það er alveg ljóst að það á margt eftir að gerast. Það verða margar lögsóknir og félögum verður jafnvel vísað úr keppnum og þar fram eftir götunum. Þetta verður mjög flókið úrlausnar og það er jafnvel spurning um það hverjir spila í undanúrslitum í Meistaradeildinni á þessu ári. Það er alveg spurning um það,“ sagði Viðar. Paris Saint-Germain er eina liðið sem er eftir í Meistaradeild Evrópu sem kom ekki að stofnun ofurdeildarinnar.epa/YOAN VALAT Þrjú af liðunum fjórum sem eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester City, Real Madrid og Chelsea. Paris Saint-Germain er hins vegar ekki hluti af ofurdeildinni. Verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Viðar bætti við að honum fyndist mjög líklegt að ofurdeildarliðunum tólf yrði bannað að taka þátt í Meistaradeildinni og leikmönnum í ofurdeildinni yrði meinað að spila með landsliðum sínum eins og Ceferin sagði í gær. „Það er alveg sama hvort það er UEFA, enska úrvalsdeildin eða FIFA, þeir taka þessu ekkert þegjandi og hljóðalaust,“ sagði Viðar. „En ætli andstaðan sé ekki mest hjá stuðningsmönnum og áhagendum félaganna.“ Skilja ekki evrópska fótboltamenningu Hann segir að ofurdeildin sé aðallega runnin undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarískra eiganda félaganna. Hann segir að þá skorti skilning á evrópskum fótbolta og er ekki hrifinn af Bandaríkjavæðingu íþróttarinnar. Vinsældir Glazer-bræðranna hjá stuðningsmönnum Manchester United voru litlar en eru nú við frostmark.getty/Michael Regan „Ameríkanarnir vita ekkert hvað þetta er, hvað evrópskur fótboltakúltúr er. Þetta er allt annað í Bandaríkjunum. Þeir eru í þessu til að græða peninga,“ sagði Viðar. Afstaða þýsku og frönsku félaganna aðdáunarverð Hann dáist að staðfestu þýsku og frönsku félaganna sem komu ekki að stofnun ofurdeildarinnar. „Það er mjög áhugavert hvað þýsku félögin eru rosalega staðföst sem og þau frönsku með PSG í forystu. Þau segja bara nei, nei, nei. Það er aðdáunarvert hvað þau eru á allt annarri bylgjulengd,“ sagði Viðar. Stærstu félög Þýskalands, Bayern München og Borussia Dortmund, standa utan við ofurdeildina.getty/Roland Krivec Hann segir augljóst að stofnun ofurdeildarinnar hafi verið nokkuð lengi í burðarliðnum. „Sem betur fer eru þetta ekki nema þrjú lönd og það er talið að Ítalía hafi komið inn í þennan hóp á lokametrunum. Þetta gerðist ekkert á einni viku. Þetta er nokkurra mánaða undirbúningur,“ sagði Viðar að lokum. Ofurdeildin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
„Það er með hreinum ólíkindum hvað hefur gerst á rúmum sólarhring,“ sagði Viðar í samtali við Vísi, í gær, þá nýkominn af fundi hjá ECA þar sem rætt var um ofurdeildina. Félögin tólf sem stofnuðu ofurdeildina hafa sagt sig úr ECA. „Það er ekki lengra síðan en á föstudaginn sem það var stjórnarfundur þar sem menn samþykktu samkomulag milli UEFA, ECA og samtaka deildanna í Evrópu varðandi breytingar á Meistaradeildinni frá 2024 til 2030. Þá sátu allir þessir menn við borðið, allt virtist vera í góðum farvegi og ekkert bjáta á. En svo fóru menn að heyra hluti sem voru svo staðfestir um kvöldið,“ sagði Viðar. Stór sprengja Hann segir að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, og Andrea Agnelli, forseti Juventus og fráfarandi forseti ECA, hafi unnið náið saman þegar kom að breytingum á Meistaradeildinni sem voru kynntar í gær. Agnelli hefur nú stokkið frá borði ECA ásamt forsprökkum hinna ellefu félaganna sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Ceferin fór afar hörðum orðum um Agnelli á blaðamannafundi í gær og sakaði hann um að leika tveimur skjöldum og um ítrekaðar lygar. „Það er búið að kasta inn í sprengju og hún er ekkert lítil. Menn þurfa bara að halda áfram en versta við þetta er það sem menn kalla trúnaðarbrest. Eins og forseti UEFA sagði opinberlega að hann hefði aldrei kynnst eins miklum óheiðarleika eins og kom frá þessum mönnum.“ sagði Viðar. Óvíst hvaða lið spila í undanúrslitunum Hann segir að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar á næstu vikum varðandi mál ofurdeildarinnar. „Það er alveg ljóst að það á margt eftir að gerast. Það verða margar lögsóknir og félögum verður jafnvel vísað úr keppnum og þar fram eftir götunum. Þetta verður mjög flókið úrlausnar og það er jafnvel spurning um það hverjir spila í undanúrslitum í Meistaradeildinni á þessu ári. Það er alveg spurning um það,“ sagði Viðar. Paris Saint-Germain er eina liðið sem er eftir í Meistaradeild Evrópu sem kom ekki að stofnun ofurdeildarinnar.epa/YOAN VALAT Þrjú af liðunum fjórum sem eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester City, Real Madrid og Chelsea. Paris Saint-Germain er hins vegar ekki hluti af ofurdeildinni. Verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Viðar bætti við að honum fyndist mjög líklegt að ofurdeildarliðunum tólf yrði bannað að taka þátt í Meistaradeildinni og leikmönnum í ofurdeildinni yrði meinað að spila með landsliðum sínum eins og Ceferin sagði í gær. „Það er alveg sama hvort það er UEFA, enska úrvalsdeildin eða FIFA, þeir taka þessu ekkert þegjandi og hljóðalaust,“ sagði Viðar. „En ætli andstaðan sé ekki mest hjá stuðningsmönnum og áhagendum félaganna.“ Skilja ekki evrópska fótboltamenningu Hann segir að ofurdeildin sé aðallega runnin undan rifjum Real Madrid, Barcelona og bandarískra eiganda félaganna. Hann segir að þá skorti skilning á evrópskum fótbolta og er ekki hrifinn af Bandaríkjavæðingu íþróttarinnar. Vinsældir Glazer-bræðranna hjá stuðningsmönnum Manchester United voru litlar en eru nú við frostmark.getty/Michael Regan „Ameríkanarnir vita ekkert hvað þetta er, hvað evrópskur fótboltakúltúr er. Þetta er allt annað í Bandaríkjunum. Þeir eru í þessu til að græða peninga,“ sagði Viðar. Afstaða þýsku og frönsku félaganna aðdáunarverð Hann dáist að staðfestu þýsku og frönsku félaganna sem komu ekki að stofnun ofurdeildarinnar. „Það er mjög áhugavert hvað þýsku félögin eru rosalega staðföst sem og þau frönsku með PSG í forystu. Þau segja bara nei, nei, nei. Það er aðdáunarvert hvað þau eru á allt annarri bylgjulengd,“ sagði Viðar. Stærstu félög Þýskalands, Bayern München og Borussia Dortmund, standa utan við ofurdeildina.getty/Roland Krivec Hann segir augljóst að stofnun ofurdeildarinnar hafi verið nokkuð lengi í burðarliðnum. „Sem betur fer eru þetta ekki nema þrjú lönd og það er talið að Ítalía hafi komið inn í þennan hóp á lokametrunum. Þetta gerðist ekkert á einni viku. Þetta er nokkurra mánaða undirbúningur,“ sagði Viðar að lokum.
Ofurdeildin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira