„Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. apríl 2021 10:01 Ebba Guðný segir að það hafi verið sjokk að eignast dreng sem fæddist ekki með lappir en það hafi síðan í kjölfarið blessast og æfir sonur hennar til að mynda fótbolta í dag. vísir/vilhelm Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. „Þetta var vissulega sjokk. Við fengum að vita þetta í tuttugu vikna sónarnum. Það er alltaf sama stefið hjá okkur foreldrunum, maður er alltaf að hugsa um hvernig líf barnanna verður. Maður vill að þau eigi gott líf og helst ekkert mótlæti. Börnin manns eru í raun eins og maður sé með hjartað sitt einhvers staðar labbandi. Það var ekki vitað til þess að þetta hefði gerst áður á Íslandi og fólk klóraði sig bara í hausnum,“ segir Ebba og heldur áfram. Ómetanlegt að sjá hann hlaupa „Það var auðvitað mikið óöryggi sem er eðlilegt. Við eigum góða að og það er guðsgjöf,“ segir Ebba og nefnir til sögunnar suður-afríska spretthlauparann Oscar Pistorius og að hann hafi aðstoðað fjölskylduna ótrúlega mikið og í raun breytt miklu fyrir hana. „Við sjáum hann hlaupa á Ólympíuleikunum í Aþenu og bara það, þá fór maður að hugsa, þetta verður ábyggilega allt í lagi. Það var svo mikill léttir.“ Hún segir að í raun hafi alltaf allt gengið vel en að erfiðleikarnir hafi verið meiri þegar Hafliði var yngri. „Fyrir hann að venjast þessum fótum og fyrir Össur að læra inn á hann. Þeir höfðu heldur ekki verið með svona lítið barn sem var ekki með fætur. Ég fór í raun aldrei djúpt niður í kringum þetta og ég er frekar glaðsinna sem er mjög gott í svona aðstæðum. Hafliði er sterkur og dvelur ekki við fötlun sína. Hann er praktískur og það þýðir bara ekki neitt og þetta er ekkert að fara breytast,“ segir Ebba. Einkalífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira
Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. „Þetta var vissulega sjokk. Við fengum að vita þetta í tuttugu vikna sónarnum. Það er alltaf sama stefið hjá okkur foreldrunum, maður er alltaf að hugsa um hvernig líf barnanna verður. Maður vill að þau eigi gott líf og helst ekkert mótlæti. Börnin manns eru í raun eins og maður sé með hjartað sitt einhvers staðar labbandi. Það var ekki vitað til þess að þetta hefði gerst áður á Íslandi og fólk klóraði sig bara í hausnum,“ segir Ebba og heldur áfram. Ómetanlegt að sjá hann hlaupa „Það var auðvitað mikið óöryggi sem er eðlilegt. Við eigum góða að og það er guðsgjöf,“ segir Ebba og nefnir til sögunnar suður-afríska spretthlauparann Oscar Pistorius og að hann hafi aðstoðað fjölskylduna ótrúlega mikið og í raun breytt miklu fyrir hana. „Við sjáum hann hlaupa á Ólympíuleikunum í Aþenu og bara það, þá fór maður að hugsa, þetta verður ábyggilega allt í lagi. Það var svo mikill léttir.“ Hún segir að í raun hafi alltaf allt gengið vel en að erfiðleikarnir hafi verið meiri þegar Hafliði var yngri. „Fyrir hann að venjast þessum fótum og fyrir Össur að læra inn á hann. Þeir höfðu heldur ekki verið með svona lítið barn sem var ekki með fætur. Ég fór í raun aldrei djúpt niður í kringum þetta og ég er frekar glaðsinna sem er mjög gott í svona aðstæðum. Hafliði er sterkur og dvelur ekki við fötlun sína. Hann er praktískur og það þýðir bara ekki neitt og þetta er ekkert að fara breytast,“ segir Ebba.
Einkalífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Sjá meira