Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 08:57 Herra Hnetusmjör er einn allra vinsælasti rappari á Íslandi. Daniel Thor Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. Rapparinn, Árni Páll Árnason, fór mikinn á Instagram á dögunum þegar hann gagnrýndi ófullnægjandi aðgerðir við landamærin. Það rataði í fjölmiðla, en Árni segir í viðtali við Skoðanabræður að hann hafi ekki skrifað það í hugsunarleysi. Hann er orðinn þreyttur á ástandinu. „Ég reyni að taka flestu með æðruleysi. Það er bæn sem ég fer með á hverjum einasta morgni: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Ég hugsaði þetta story þarna. Þetta var engin fljótfærni. Er ég að fara að leiða þetta hjá mér, af því að ég get ekki breytt þessu, eða get ég breytt þessu? Og hvernig get ég þá breytt þessu? Ég er ógeðslega pirraður yfir þessum landamærum, þannig að get ég haft einhver áhrif á þetta?“ Niðurstaða Árna var sú að láta í sér heyra og bjóða öllum 22.000 fylgjendum sínum á Instagram að koma með tillögur að mótmælum gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. „Þið ættuð að sjá fokking inboxið mitt. Það er búið að vera „on fire.“ Það eru allir brjálaðir og fólk bara úr öllum stéttum, af því að ég með alla flóruna af fólki að fylgja mér,“ segir Árni við Skoðanabræður, sem eru þeir Bergþór og Snorri Másson. Bílamótmæli hentug í heimsfaraldri Árni vill mótmæli. „Undirskriftalisti? Það er ekki að fara að gera neitt að skrifa á einhvern fokking pappír. Það þarf mótmæli og snyrtilegasta leiðin til að gera það að mínu mati er bara að loka Reykjanesbrautinni. Taka bara alveg frá Keflavíkurflugvelli að hringtorginu, 150 bílar. Þetta er bara í krafti fjöldans. Það er ekki hægt að handtaka okkur öll. Það þyrfti rosa mikið skipulag og gaur, ég er alveg búinn að pæla í þessu. Henda bara í Facebook-grúppu, sem yrði bara lokuð, þar myndum við bara plana þetta shit. Bara, nú er að koma flug hérna frá Boston klukkan sjö, þá erum við að fara að teppa brautina næstu sex klukkustundirnar. Svo eru bara vaktaskipti. Ég meina, ég er fokking atvinnulaus sko,“ segir Árni, sem hefur eins og aðrir hér á landi lifað við samkomutakmarkanir í meira en ár. „Til að sýna að við erum gott fólk sem er bara komið með nóg, þá myndum við bara teppa Reykjanesbrautina. Þá erum við að passa upp á sóttvarnir en samt að gera eitthvað shit.“ Forsetaframboð 2032 Árni segir að Covid-19 hafi breytt honum, enda er ljóst að hann hefur orðið af tugum milljónum í tekjum. „Talandi um að vera ófyrirsjáanlegur. Þegar Beggi heyrði í mér fyrir hálfu ári og spurði hvort ég vildi koma í Skoðanabræður, þá var ég bara nei, ég tjái eiginlega ekki skoðanir mínar á neinu í fjölmiðlum. En svo er ég núna bara eitthvað að taka sterakast í story og er til í að koma hérna og drulla yfir ríkisstjórnina og RÚV og bara „fuck them all.““ Sjálfur er Árni ekki framsóknarmaður þrátt fyrir að vera sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra flokksins. Hann ætlar ekki í pólitík í bili. „Ég er ekki framsóknarmaður. Ég er óflokksbundinn. Það eru framsóknarmenn í minni fjölskyldu, eða voru. Ég hugsaði smá þegar ég var brjálaður þarna á Instagram, bara: Er ég að fara að stofna stjórnmálaflokk eða? Er ég að fara í framboð eða? En það er leiðin sem ég myndi fara, ef ég myndi einhvern tímann fara í stjórnmál, sem ég er ekki að fara að gera, að fara fram með mínum eigin flokki.“ En það er ekki á dagskrá í bráð hjá rapparanum, ekki fyrr en hann fer í forsetaframboð árið 2032, nákvæmlega 35 ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tónlist Skoðanabræður Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Rapparinn, Árni Páll Árnason, fór mikinn á Instagram á dögunum þegar hann gagnrýndi ófullnægjandi aðgerðir við landamærin. Það rataði í fjölmiðla, en Árni segir í viðtali við Skoðanabræður að hann hafi ekki skrifað það í hugsunarleysi. Hann er orðinn þreyttur á ástandinu. „Ég reyni að taka flestu með æðruleysi. Það er bæn sem ég fer með á hverjum einasta morgni: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Ég hugsaði þetta story þarna. Þetta var engin fljótfærni. Er ég að fara að leiða þetta hjá mér, af því að ég get ekki breytt þessu, eða get ég breytt þessu? Og hvernig get ég þá breytt þessu? Ég er ógeðslega pirraður yfir þessum landamærum, þannig að get ég haft einhver áhrif á þetta?“ Niðurstaða Árna var sú að láta í sér heyra og bjóða öllum 22.000 fylgjendum sínum á Instagram að koma með tillögur að mótmælum gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. „Þið ættuð að sjá fokking inboxið mitt. Það er búið að vera „on fire.“ Það eru allir brjálaðir og fólk bara úr öllum stéttum, af því að ég með alla flóruna af fólki að fylgja mér,“ segir Árni við Skoðanabræður, sem eru þeir Bergþór og Snorri Másson. Bílamótmæli hentug í heimsfaraldri Árni vill mótmæli. „Undirskriftalisti? Það er ekki að fara að gera neitt að skrifa á einhvern fokking pappír. Það þarf mótmæli og snyrtilegasta leiðin til að gera það að mínu mati er bara að loka Reykjanesbrautinni. Taka bara alveg frá Keflavíkurflugvelli að hringtorginu, 150 bílar. Þetta er bara í krafti fjöldans. Það er ekki hægt að handtaka okkur öll. Það þyrfti rosa mikið skipulag og gaur, ég er alveg búinn að pæla í þessu. Henda bara í Facebook-grúppu, sem yrði bara lokuð, þar myndum við bara plana þetta shit. Bara, nú er að koma flug hérna frá Boston klukkan sjö, þá erum við að fara að teppa brautina næstu sex klukkustundirnar. Svo eru bara vaktaskipti. Ég meina, ég er fokking atvinnulaus sko,“ segir Árni, sem hefur eins og aðrir hér á landi lifað við samkomutakmarkanir í meira en ár. „Til að sýna að við erum gott fólk sem er bara komið með nóg, þá myndum við bara teppa Reykjanesbrautina. Þá erum við að passa upp á sóttvarnir en samt að gera eitthvað shit.“ Forsetaframboð 2032 Árni segir að Covid-19 hafi breytt honum, enda er ljóst að hann hefur orðið af tugum milljónum í tekjum. „Talandi um að vera ófyrirsjáanlegur. Þegar Beggi heyrði í mér fyrir hálfu ári og spurði hvort ég vildi koma í Skoðanabræður, þá var ég bara nei, ég tjái eiginlega ekki skoðanir mínar á neinu í fjölmiðlum. En svo er ég núna bara eitthvað að taka sterakast í story og er til í að koma hérna og drulla yfir ríkisstjórnina og RÚV og bara „fuck them all.““ Sjálfur er Árni ekki framsóknarmaður þrátt fyrir að vera sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra flokksins. Hann ætlar ekki í pólitík í bili. „Ég er ekki framsóknarmaður. Ég er óflokksbundinn. Það eru framsóknarmenn í minni fjölskyldu, eða voru. Ég hugsaði smá þegar ég var brjálaður þarna á Instagram, bara: Er ég að fara að stofna stjórnmálaflokk eða? Er ég að fara í framboð eða? En það er leiðin sem ég myndi fara, ef ég myndi einhvern tímann fara í stjórnmál, sem ég er ekki að fara að gera, að fara fram með mínum eigin flokki.“ En það er ekki á dagskrá í bráð hjá rapparanum, ekki fyrr en hann fer í forsetaframboð árið 2032, nákvæmlega 35 ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tónlist Skoðanabræður Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira