„Góð svör í báðum leikjum“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 17:04 Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu í vetur, eftir að hafa gert Breiðablik að Íslandsmeistara í fyrra, og hefur nú stýrt landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Mér finnst margt í ferðinni hafa gengið upp og við náð að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn,“ segir Þorsteinn Halldórsson eftir fyrstu tvo leiki sína sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea. EM 2021 í Englandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira