Liverpool reynir aftur við ókleifan spænskan hamar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Mohamed Salah skoraði í fyrri leiknum gegn Real Madrid og það mark gaf Liverpool von fyrir seinni leikinn. epa/Juanjo Martin Í annað sinn á þremur árum þarf Liverpool að vinna upp forskot spænsks stórliðs til að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira