„Vorum miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 14:00 Glódís Perla Viggósdóttir í leik Íslands og Ítalíu í Coverciano í fyrradag. getty/Gabriele Maltinti Glódís Perla Viggósdóttir fagnar breyttum leikstíl íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þar sem meiri áhersla er lögð á að halda boltanum. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40. EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira