Mikla athygli vakti þegar Octavian Sovre bað Haaland um að árita gula og rauða spjaldið sem hann var með í leikmannagöngunum eftir leikinn á þriðjudaginn. Atvikið náðist á myndband.
Undanfarin ár hefur Sovre safnað eiginhandaráritunum og öðrum munum tengdum starfi sínu sem alþjóðlegur dómari til að safna fé til styrktar einhverfum í Bihor-héraðinu í Rúmeníu.
„Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna sem Sovre hefur lagt lið.
Samkvæmt fréttum frá Rúmeníu hefur dómaranefndin þar í landi nú ákveðið að banna Sovre tímabundið að dæma í efstu deild. Ekki liggur fyrir hversu lengi bannið stendur yfir.
Svo gæti einnig farið að atvikið eftir leikinn á þriðjudaginn hefði áhrif á framtíðarverkefni Sovres hjá UEFA.
Roberto Rosetti, yfirmaður dómaramála hjá UEFA, sendi dómurum á vegum sambandsins bréf þar sem hann að það væri óásættanlegt fyrir dómara að biðja leikmenn um eiginhandaráritanir.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.